Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 13:14 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vg, formaður fjárlaganefndar. Meirihluti nefndarinnar, var að mati stjórnsýslufræðings á afar vafasömu róli, svo ekki sé meira sagt, með þá ætlan sína að úthluta N4 á Akureyri 100 milljóna króna styrk utan dagskrár. vísir/vilhelm Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. Þetta kemur meðal annars fram í grein sem Haukur birtir á Vísi en þar má lesa á milli lína að Hauki þykir allt þetta mál grátbroslegt. Hann segir að þegar fjárlaganefnd hafi dregið í land, að sögn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur formanns fjárlaganefndar vegna þess að málið komst í hámæli, þá hafi nefndin skáskotið sér hjá því sem kalla má brot við lögum. Bjarkey heldur því fram að málið sé ekki klúður en Haukur telur það af og frá. „Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út,“ segir Haukur meðal annars í grein sinni. Reyndar stangast þessi gerningur á við eitt og annað varðandi vafstur löggjafarvaldsins að mati Hauks. Til að mynda þá standist það enga skoðun að sjóði sem ætlað er að veita fé til frjálsra fjölmiðla beri að taka sérstakt tillit til staðsetningar þeirra. Haukur telur það ekki standast jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni. „Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna.“ Haukur segir meirihlutann á þingi nú láta sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt hafi verið frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en telur líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. „Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast.“ Stjórnsýsla Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. 14. desember 2022 16:27 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Telur fjölmiðlastyrkinn ekki klúður og stendur við tillöguna Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 15. desember 2022 11:08 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram í grein sem Haukur birtir á Vísi en þar má lesa á milli lína að Hauki þykir allt þetta mál grátbroslegt. Hann segir að þegar fjárlaganefnd hafi dregið í land, að sögn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur formanns fjárlaganefndar vegna þess að málið komst í hámæli, þá hafi nefndin skáskotið sér hjá því sem kalla má brot við lögum. Bjarkey heldur því fram að málið sé ekki klúður en Haukur telur það af og frá. „Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út,“ segir Haukur meðal annars í grein sinni. Reyndar stangast þessi gerningur á við eitt og annað varðandi vafstur löggjafarvaldsins að mati Hauks. Til að mynda þá standist það enga skoðun að sjóði sem ætlað er að veita fé til frjálsra fjölmiðla beri að taka sérstakt tillit til staðsetningar þeirra. Haukur telur það ekki standast jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni. „Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna.“ Haukur segir meirihlutann á þingi nú láta sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt hafi verið frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en telur líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. „Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast.“
Stjórnsýsla Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. 14. desember 2022 16:27 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Telur fjölmiðlastyrkinn ekki klúður og stendur við tillöguna Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 15. desember 2022 11:08 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. 14. desember 2022 16:27
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Telur fjölmiðlastyrkinn ekki klúður og stendur við tillöguna Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 15. desember 2022 11:08
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01