„Íslendingar eru algjörir bruðlarar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. desember 2022 07:37 Fiskikóngurinn og pottasölumaðurinn Kristján Berg Ásgeirsson. Vísir/Vilhelm Nú þegar kuldakast ríður yfir landið og sundlaugum hefur verið lokað til að spara heitt vatn hefur umræða um notkun heitra potta á heimilum sprottið upp á samfélagsmiðlum. Fiskikóngurinn og einn helsti pottasölumaður landsins, Kristján Berg Ásgeirsson segir Íslendinga gjarnan bruðla með heitt vatn. Mörg tonn af vatni fari í notkun á hitaveitupottum. Árið í fyrra var metsöluár hjá Kristjáni en hann segir mikinn meirihluta heitra potta á Íslandi vera hitaveitupotta. Sjálfur selji hann helst rafmagnspotta sem séu ódýrari í rekstri en hitaveitupottar. Þar að auki noti þeir mikið minna vatn. „Þú mátt alveg búast við því að það fari þrjú tonn af vatni í eina pottaferð ef potturinn er eitt og hálft tonn. Þú ert kannski hálftíma í pottinum og svo náttúrulega ef þú lætur ekki renna í hann þá kólnar vatnið þannig þú þarft alltaf að láta renna og renna í hann. Þannig ég hugsa að það fari alveg minnsta kosti tvö tonn, þrjú tonn ef þú ert alveg klukkutíma,“ segir Kristján um hitaveitupotta en bætir því við að í þá fari bæði heitt og kalt vatn. 36 tonn af vatni yfir einn mánuð Kristján segir fimmtán til tuttugu þúsund hitaveitupotta vera á Íslandi en að meðaltali fari þrjú tonn af vatni í pottana í hvert skipti sem þeir séu notaðir. „Segjum bara að fólk fari að meðaltali þrisvar í pottinn á viku. Þrisvar sinnum þrjú tonn af vatni, það eru níu tonn af vatni á viku, sinnum fjórir. Þá notar hitaveitupottur 36 tonn af vatni yfir einn mánuð á meðan rafmagnspottur notar 1,5 tonn af vatni,“ segir Kristján. Hann nefnir að sumir tæmi ekki úr pottunum og láti renna í þá allan sólarhringinn, þá séu vatnstonnin mikið fleiri. „Sumir láta bara renna alveg stanslaust í hann, það er svo misjafnt hvernig fólk er með þetta. Íslendingar eru algjörir bruðlarar, það er bruðlað með allt.“ Ekkert betra en að sitja í pottinum með fjölskyldu Aðspurður hvort virkileg þörf sé á öllum þessum heitu pottum á heimilum fólks segir Kristján pottana að sjálfsögðu vera munaðarvöru. „Það er ekki nauðsynlegt en það er fátt betra heldur en að sitja úti í köldu veðri eins og núna með fjölskyldunni og spjalla. Ég meina, er nauðsynlegt að kaupa sér síma á tveggja ára eða eins árs fresti? Þarna slekkurðu á símanum, sjónvarpinu og útvarpinu, ferð út og ég held það sé svona eini tíminn sem þú ræðir virkilega við konuna og krakkana þína, það er í heita pottinum á kvöldin,“ segir Kristján. Þannig þú myndir ekki segja að Íslendingar væru of mikið í þessu miðað við hversu margar sundlaugar og baðaðstöður við erum með nú þegar? „Nei. Ég myndi segja að þetta væri kannski það eina rétta sem Íslendingar væru að gera í heiminum, það er að fara í heita pottinn, njóta lífsins. Þetta er ódýr skemmtun, þægileg. Segjum bara að ein heita potts ferð kosti þúsund kall eða tvö þúsund kall eða eitthvað. Það er alveg peningana virði að borga það til að sitja með fjölskyldunni í geggjuðu umhverfi úti í garði og hafa það næs í hálftíma, klukkutíma, tvo tíma, það er ekki dýrt. Bíómiði kostar nú bara tvo þúsund kall fyrir einn,“ svarar Kristján. Nota almenningssamgöngur og njóta pottarins Jafnframt segir hann notkun á heitum potti vera eitt það ódýrasta og besta sem fólk geti gert. Það sé gott fyrir líkama og sál. Nauðsynlegt sé þá að vera með nógu góða einangrun til þess að bruðla ekki vatni í hitaveitupottum. „Heitt vatn á Íslandi er ekki óþrjótandi auðlind, það er svona eiginlega kjarni málsins að menn þurfa aðeins að spara, það er ekki til endalaust af heitu vatni,“ segir Kristján. Hann segir ekki dýrt að eiga pott og hvetur fólk til þess að taka frekar strætó í vinnuna, spara bensín og njóta þess að fara í pottinn. „Skrúfa frekar niður í hitanum í tveimur herbergjum og sofa öll í sama herbergi og njóta þess að fara í pottinn,“ segir Kristján í gamni. Orkumál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Árið í fyrra var metsöluár hjá Kristjáni en hann segir mikinn meirihluta heitra potta á Íslandi vera hitaveitupotta. Sjálfur selji hann helst rafmagnspotta sem séu ódýrari í rekstri en hitaveitupottar. Þar að auki noti þeir mikið minna vatn. „Þú mátt alveg búast við því að það fari þrjú tonn af vatni í eina pottaferð ef potturinn er eitt og hálft tonn. Þú ert kannski hálftíma í pottinum og svo náttúrulega ef þú lætur ekki renna í hann þá kólnar vatnið þannig þú þarft alltaf að láta renna og renna í hann. Þannig ég hugsa að það fari alveg minnsta kosti tvö tonn, þrjú tonn ef þú ert alveg klukkutíma,“ segir Kristján um hitaveitupotta en bætir því við að í þá fari bæði heitt og kalt vatn. 36 tonn af vatni yfir einn mánuð Kristján segir fimmtán til tuttugu þúsund hitaveitupotta vera á Íslandi en að meðaltali fari þrjú tonn af vatni í pottana í hvert skipti sem þeir séu notaðir. „Segjum bara að fólk fari að meðaltali þrisvar í pottinn á viku. Þrisvar sinnum þrjú tonn af vatni, það eru níu tonn af vatni á viku, sinnum fjórir. Þá notar hitaveitupottur 36 tonn af vatni yfir einn mánuð á meðan rafmagnspottur notar 1,5 tonn af vatni,“ segir Kristján. Hann nefnir að sumir tæmi ekki úr pottunum og láti renna í þá allan sólarhringinn, þá séu vatnstonnin mikið fleiri. „Sumir láta bara renna alveg stanslaust í hann, það er svo misjafnt hvernig fólk er með þetta. Íslendingar eru algjörir bruðlarar, það er bruðlað með allt.“ Ekkert betra en að sitja í pottinum með fjölskyldu Aðspurður hvort virkileg þörf sé á öllum þessum heitu pottum á heimilum fólks segir Kristján pottana að sjálfsögðu vera munaðarvöru. „Það er ekki nauðsynlegt en það er fátt betra heldur en að sitja úti í köldu veðri eins og núna með fjölskyldunni og spjalla. Ég meina, er nauðsynlegt að kaupa sér síma á tveggja ára eða eins árs fresti? Þarna slekkurðu á símanum, sjónvarpinu og útvarpinu, ferð út og ég held það sé svona eini tíminn sem þú ræðir virkilega við konuna og krakkana þína, það er í heita pottinum á kvöldin,“ segir Kristján. Þannig þú myndir ekki segja að Íslendingar væru of mikið í þessu miðað við hversu margar sundlaugar og baðaðstöður við erum með nú þegar? „Nei. Ég myndi segja að þetta væri kannski það eina rétta sem Íslendingar væru að gera í heiminum, það er að fara í heita pottinn, njóta lífsins. Þetta er ódýr skemmtun, þægileg. Segjum bara að ein heita potts ferð kosti þúsund kall eða tvö þúsund kall eða eitthvað. Það er alveg peningana virði að borga það til að sitja með fjölskyldunni í geggjuðu umhverfi úti í garði og hafa það næs í hálftíma, klukkutíma, tvo tíma, það er ekki dýrt. Bíómiði kostar nú bara tvo þúsund kall fyrir einn,“ svarar Kristján. Nota almenningssamgöngur og njóta pottarins Jafnframt segir hann notkun á heitum potti vera eitt það ódýrasta og besta sem fólk geti gert. Það sé gott fyrir líkama og sál. Nauðsynlegt sé þá að vera með nógu góða einangrun til þess að bruðla ekki vatni í hitaveitupottum. „Heitt vatn á Íslandi er ekki óþrjótandi auðlind, það er svona eiginlega kjarni málsins að menn þurfa aðeins að spara, það er ekki til endalaust af heitu vatni,“ segir Kristján. Hann segir ekki dýrt að eiga pott og hvetur fólk til þess að taka frekar strætó í vinnuna, spara bensín og njóta þess að fara í pottinn. „Skrúfa frekar niður í hitanum í tveimur herbergjum og sofa öll í sama herbergi og njóta þess að fara í pottinn,“ segir Kristján í gamni.
Orkumál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira