Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. desember 2022 18:30 Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira