Eftir tíu leiki er Magdegburg í þriðja sæti í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Íslendingarnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa farið á kostum á tímabilinu og voru báðir valdir í lið 10. umferðar eftir sigur á PSG sem er á toppnum í riðlinum með sextán stig tveimur stigum meira en Magdeburg.
Watch the best moves from our Best 7's players 🌟 #ehfcl #HandmadeHistory pic.twitter.com/ZcQygIkPYT
— EHF Champions League (@ehfcl) December 18, 2022
Magdeburg fór til Frakklands og vann fjögurra marka sigur á PSG 33-37 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í hálfleik. Landsliðsmennirnir Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru fyrir sínu liði og skoruðu samanlagt 21 mark. Ómar Ingi skoraði tólf mörk og Gísli Þorgeir skoraði níu mörk.
🌟 𝐁𝐞𝐬𝐭 𝟕 of Round 1️⃣0️⃣ brings on new names! 👏 Who are you delighted to see here ________________ 👈#ehfcl #HandmadeHistory pic.twitter.com/Z4DctolFvj
— EHF Champions League (@ehfcl) December 18, 2022
Eftir frábæra frammistöðu gegn PSG voru þeir báðir valdir í úrvalslið 10. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Magdeburg er eina félagið sem á tvo fulltrúa í liðinu.