Innlent

„Löng helgi hjá björgunar­sveitum á Suður­nesjum“

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Þór segir björgunarsveitir vera í viðbragðsstöðu og að áfram verði fylgst grannt með veðrinu. Myndin er úr safni.
Jón Þór segir björgunarsveitir vera í viðbragðsstöðu og að áfram verði fylgst grannt með veðrinu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að nóttin hafi í raun verið ágæt en að fjölmargt björgunarsveitarfólk hafi nú verið ræst út til að sinna meðal annars lokunum, allt frá Suðurnesjum og austur að Skeiðarársandi.

Á Suðurnesjum hafi sveitir hins vegar verið kallaðar út snemma í morgun þar sem bílar hafi lent í vandræðum. 

„Þetta er löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum. Það eru komin ýmis verkefni í Reykjanesbæ og víðar á Suðurnesjum,“ segir Jón Þór.

Hann segir björgunarsveitir vera í viðbragðsstöðu og að áfram verði fylgst grannt með veðrinu.


Tengdar fréttir

Tólf hundruð veður­tepptum ferða­löngum bjargað af Grinda­víkur­vegi í nótt

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag.

Um þrjú hundruð bílum komið af Grinda­víkur­vegi í nótt

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×