Geir segir galið að hafa verið gerður að glæpamanni Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 08:01 Geir H. Haarde á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann segir um Landsdómsmálið að hafni hans sé oft stillt upp við hliðina á þekktu fólki frá öðrum löndum sem hefur gert sig sekt um að misnota aðstöðu sína til að stela úr opinberum sjóðum. Hann hafi oft heyrt spurninguna: ,,Hvað stal hann miklu þessi?” um sjálfan sig. vísir/vilhelm Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að sér þyki vænt um það að menn hafi viljað biðja sig afsökunar á því að hafa átt þátt í að draga sig fyrir Landsdóm. Það hafi hins vegar lítið gildi nema það sé gert opinberlega. Þetta kemur meðal annars fram í nýju viðtali við Geir en hann var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þar ræðir Geir meðal annars hrunið og svo Landsdómsmálið sem situr enn í honum. Geir var í kjölfar fjármálahruns 2008 dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur þar fyrir að hafa látið fyrir farast að upplýsa samráðherra sína í ríkisstjórn um alvarleika málsins og aðsteðjandi ógn. Geir var afar ósáttur við þá niðurstöðu sem og að hafa verið dreginn fyrir Landsdóm þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur án refsingar og að málskostnaður félli á ríkissjóð. Hann vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu en hafði ekki erindi sem erfiði. Strax í kjölfarið sendi Geir frá sér yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars: „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptu mestu máli fyrir mig,“ sagði Geir; að hann hafi unnið málið efnislega. Í samtali við Sölva fer hann nánar í saumana í þessum málum og segir: „Mér datt aldrei í hug að nokkrum manni dytti í hug að ætla að gera glæpamenn úr 4 fyrrverandi ráðherrum, sem voru allir að reyna að gera sitt besta í gríðarlega erfiðum aðstæðum. Ég dreg ekkert fjöður yfir það að eflaust hefur okkur orðið á mistök og mér þá sérstaklega, en að gera mistök á erfiðum tímum er ekki það sama og að fremja glæpsamlegan verknað. Það er gríðarlegur munur á því að vera ósammála tilteknum aðgerðum eða ætla að gera úr því refsivert athæfi. Enda fannst ekkert slíkt þó að það hafi verið farið í gegnum allt hjá mér, alla tölvupósta og fleira.“ Lítið að marka afsökunarbeiðni nema hún sé opinber Eins og Vísir hefur greint frá sendi Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson nýlega frá sér mikla bók um Landsdómsmálið en hann hefur lagst í miklar rannsóknir á þessu efni. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. ,,Ég er ekki endilega sammála öllu sem Hannes Hólmsteinn skrifar í bók sinni um málið sem var að koma út, en bókin er þarft verk og hann hefur augljóslega lagt mikla vinnu í hana,” segir Geir um bókina. Þá kom það jafnframt nýlega fram að Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður bað Geir opinberlega afsökunar á að hafa tekið þátt í málinu. Sölvi spyr Geir út í það atriði og Geir segist meta þá afsökunarbeiðni mikils: ,,Mér þótti auðvitað mjög vænt um það, þó að seint væri. En það hafa margir aðrir komið að máli við mig persónulega og beðið mig afsökunar, en þá segi ég að það sé nú lítið að marka það nema það sé gert opinberlega,“ segir Geir. Glímdi við krabbamein og Landsdóm Og bætir við að sá sem í raun hafi gengið myndarlegast fram í því og hafi verið fyrstur manna til að gera það hafi verið Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna. Hann hafi skrifað greinar þar um í bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið. „Ég held að hann hafi einlæglega séð mikið eftir þessu. Það kom mér mjög á óvart að fólk sem ég taldi mig þekkja vel ákvað að taka þátt í þessari vegferð,” segir Geir, sem segir málið hafa tekið mikið á sig: ,,Ef maður talar um þetta við útlendinga eiga þeir erfitt með að skilja þetta þegar málið er útskýrt. Nafninu mínu hefur oft verið stillt upp við hliðina á þekktu fólki frá öðrum löndum sem hefur gert sig sekt um að misnota aðstöðu sína til að stela úr opinberum sjóðum. Geir sem sakborningur fyrir Landsdómi.vísir Ég hef oft heyrt spurninguna: „Hvað stal hann miklu þessi?” um sjálfan mig. Ég var fjármálaráðherra lengur en flestir og ef ég hefði seilst í opinbera sjóði hefði það réttlætt Landsdómsmál. Það fóru góð tvö ár af ævi minni meira og minna í þetta og ég var framan af þeim tíma líka að glíma við krabbamein í vélinda, sem betur fer fór allt saman vel. En auðvitað var þetta allt saman mjög dramatískt.” Setti tappann í flöskuna í hruninu Geir segist hafa þurft að hlúa mjög vel að sér til að halda jafnvægi í gegnum hrunið, enda álagið gríðarlegt: ,,Þetta var auðvitað mjög erfitt tímabil og algjörlega ólíkt öllu sem fólk þekkti. En mér tókst að halda ró minni og halda mér í góðu jafnvægi í gegnum allan þennan tíma.“ Og Geir segir frá því að tvennt hafi hann gert til þess meðvitað. „Ég neitaði mér algjörlega um allt áfengi í nánast heilt ár. Ekki að það hafi ekki verið vandamál, en ég vissi bara að það myndi ekki hjálpa mér. Svo var ég mjög duglegur í ræktinni og mætti alla morgna snemma til að vera kominn sprækur í vinnuna eftir að hafa hreyft mig. Þetta tvennt held ég að hafi hjálpað mér persónulega í þessum aðstæðum og hjálpað mér að takast á við hlutina betur.“ Hélt sig frá samfélagsmiðlum Geir segir að afstaða fólks, sem hann taldi sig þekkja vel, í Landsdómsmálinu hafi komið sér mjög á óvart.vísir/vilhelm Þá segist Geir hafa passað sig á því að vera ekkert inni á samfélagsmiðlum þegar sem mest gekk á. „Í raun hélt ég mig nánast alveg frá þeim fram til 2015. Það er mikilvægt fyrir fólk sem er í opinberum störfum að eyða ekki of miklum tíma á samfélagsmiðlum og ég hugsa að það geti auðveldlega brenglað dómgreindina ef maður fer að liggja yfir því sem fólk skrifar þar,” segir Geir. Geir hefur ekki veitt mörg viðtöl um þetta mál né önnur eftir að áfallið reið yfir. Hann segist ekki hafa fundið mikla löngun til þess eða að hafa miklar skoðanir opinberlega á undanförnum árum: ,,Ég er hættur í opinberum störfum og þá ber mér engin skylda til að vera að tjá mig opinberlega eða gefa kost á mér í viðtöl. Ég veit að margir fyrrverandi stjórnmálamenn hafa mikla löngun til að hafa sjónarmið og skoðanir á því sem er að gerast í samfélaginu. Auðvitað kemur það fyrir að mig langar að leggja orð í belg, en það er ekki þannig að ég geti ekki látið það eftir mér.” Landsdómur Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35 Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35 Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram í nýju viðtali við Geir en hann var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þar ræðir Geir meðal annars hrunið og svo Landsdómsmálið sem situr enn í honum. Geir var í kjölfar fjármálahruns 2008 dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur þar fyrir að hafa látið fyrir farast að upplýsa samráðherra sína í ríkisstjórn um alvarleika málsins og aðsteðjandi ógn. Geir var afar ósáttur við þá niðurstöðu sem og að hafa verið dreginn fyrir Landsdóm þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur án refsingar og að málskostnaður félli á ríkissjóð. Hann vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu en hafði ekki erindi sem erfiði. Strax í kjölfarið sendi Geir frá sér yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars: „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptu mestu máli fyrir mig,“ sagði Geir; að hann hafi unnið málið efnislega. Í samtali við Sölva fer hann nánar í saumana í þessum málum og segir: „Mér datt aldrei í hug að nokkrum manni dytti í hug að ætla að gera glæpamenn úr 4 fyrrverandi ráðherrum, sem voru allir að reyna að gera sitt besta í gríðarlega erfiðum aðstæðum. Ég dreg ekkert fjöður yfir það að eflaust hefur okkur orðið á mistök og mér þá sérstaklega, en að gera mistök á erfiðum tímum er ekki það sama og að fremja glæpsamlegan verknað. Það er gríðarlegur munur á því að vera ósammála tilteknum aðgerðum eða ætla að gera úr því refsivert athæfi. Enda fannst ekkert slíkt þó að það hafi verið farið í gegnum allt hjá mér, alla tölvupósta og fleira.“ Lítið að marka afsökunarbeiðni nema hún sé opinber Eins og Vísir hefur greint frá sendi Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson nýlega frá sér mikla bók um Landsdómsmálið en hann hefur lagst í miklar rannsóknir á þessu efni. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. ,,Ég er ekki endilega sammála öllu sem Hannes Hólmsteinn skrifar í bók sinni um málið sem var að koma út, en bókin er þarft verk og hann hefur augljóslega lagt mikla vinnu í hana,” segir Geir um bókina. Þá kom það jafnframt nýlega fram að Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður bað Geir opinberlega afsökunar á að hafa tekið þátt í málinu. Sölvi spyr Geir út í það atriði og Geir segist meta þá afsökunarbeiðni mikils: ,,Mér þótti auðvitað mjög vænt um það, þó að seint væri. En það hafa margir aðrir komið að máli við mig persónulega og beðið mig afsökunar, en þá segi ég að það sé nú lítið að marka það nema það sé gert opinberlega,“ segir Geir. Glímdi við krabbamein og Landsdóm Og bætir við að sá sem í raun hafi gengið myndarlegast fram í því og hafi verið fyrstur manna til að gera það hafi verið Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna. Hann hafi skrifað greinar þar um í bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið. „Ég held að hann hafi einlæglega séð mikið eftir þessu. Það kom mér mjög á óvart að fólk sem ég taldi mig þekkja vel ákvað að taka þátt í þessari vegferð,” segir Geir, sem segir málið hafa tekið mikið á sig: ,,Ef maður talar um þetta við útlendinga eiga þeir erfitt með að skilja þetta þegar málið er útskýrt. Nafninu mínu hefur oft verið stillt upp við hliðina á þekktu fólki frá öðrum löndum sem hefur gert sig sekt um að misnota aðstöðu sína til að stela úr opinberum sjóðum. Geir sem sakborningur fyrir Landsdómi.vísir Ég hef oft heyrt spurninguna: „Hvað stal hann miklu þessi?” um sjálfan mig. Ég var fjármálaráðherra lengur en flestir og ef ég hefði seilst í opinbera sjóði hefði það réttlætt Landsdómsmál. Það fóru góð tvö ár af ævi minni meira og minna í þetta og ég var framan af þeim tíma líka að glíma við krabbamein í vélinda, sem betur fer fór allt saman vel. En auðvitað var þetta allt saman mjög dramatískt.” Setti tappann í flöskuna í hruninu Geir segist hafa þurft að hlúa mjög vel að sér til að halda jafnvægi í gegnum hrunið, enda álagið gríðarlegt: ,,Þetta var auðvitað mjög erfitt tímabil og algjörlega ólíkt öllu sem fólk þekkti. En mér tókst að halda ró minni og halda mér í góðu jafnvægi í gegnum allan þennan tíma.“ Og Geir segir frá því að tvennt hafi hann gert til þess meðvitað. „Ég neitaði mér algjörlega um allt áfengi í nánast heilt ár. Ekki að það hafi ekki verið vandamál, en ég vissi bara að það myndi ekki hjálpa mér. Svo var ég mjög duglegur í ræktinni og mætti alla morgna snemma til að vera kominn sprækur í vinnuna eftir að hafa hreyft mig. Þetta tvennt held ég að hafi hjálpað mér persónulega í þessum aðstæðum og hjálpað mér að takast á við hlutina betur.“ Hélt sig frá samfélagsmiðlum Geir segir að afstaða fólks, sem hann taldi sig þekkja vel, í Landsdómsmálinu hafi komið sér mjög á óvart.vísir/vilhelm Þá segist Geir hafa passað sig á því að vera ekkert inni á samfélagsmiðlum þegar sem mest gekk á. „Í raun hélt ég mig nánast alveg frá þeim fram til 2015. Það er mikilvægt fyrir fólk sem er í opinberum störfum að eyða ekki of miklum tíma á samfélagsmiðlum og ég hugsa að það geti auðveldlega brenglað dómgreindina ef maður fer að liggja yfir því sem fólk skrifar þar,” segir Geir. Geir hefur ekki veitt mörg viðtöl um þetta mál né önnur eftir að áfallið reið yfir. Hann segist ekki hafa fundið mikla löngun til þess eða að hafa miklar skoðanir opinberlega á undanförnum árum: ,,Ég er hættur í opinberum störfum og þá ber mér engin skylda til að vera að tjá mig opinberlega eða gefa kost á mér í viðtöl. Ég veit að margir fyrrverandi stjórnmálamenn hafa mikla löngun til að hafa sjónarmið og skoðanir á því sem er að gerast í samfélaginu. Auðvitað kemur það fyrir að mig langar að leggja orð í belg, en það er ekki þannig að ég geti ekki látið það eftir mér.”
Landsdómur Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35 Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35 Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49
Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35
Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35
Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18