Fimm bætast í hóp eigenda hjá KPMG Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2022 12:32 Lilja Dögg Karlsdóttir, Helgi Níelsson, Díana Hilmarsdóttir, Sigurvin Bárður Sigurjónsson og Ásgeir Skorri Thoroddsen. Aðsend Ásgeir Skorri Thoroddsen, Díana Hilmarsdóttir, Helgi Níelsson, Lilja Dögg Karlsdóttir og Sigurvin Bárður Sigurjónsson hafa bæst í eigendahóp KPMG. Í tilkynningu frá KPMG segir að þau hafi öll starfað hjá félaginu um árabil, en alls starfa yfir þrjú hundruð manns á Íslandi og yfir 265 þúsund manns á heimsvísu í yfir 143 löndum. „Ásgeir Skorri Thoroddsen hefur bæst í hóp eigenda hjá KPMG. Ásgeir hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2015. Hann er lögfræðingur að mennt og stundar MBA nám samhliða störfum sínum hjá KPMG. Ásgeir hefur sérhæft sig í fyrirtækja-, félaga- og skattarétti. Í störfum sínum hefur hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu KPMG við nýsköpunargeirann. Auk þess tengist stór hluti þeirra verkefna sem Ásgeir sinnir ráðgjöf vegna kaupa og sölu á fyrirtækjum og fjármögnun þeirra. Díana Hilmarsdóttir er ný í eigendahópi KPMG og starfar á endurskoðunarsviði. Hún lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2011. Díana er með víðtæka reynslu við að þjónusta fjölbreytt fyrirtæki og hefur síðustu ár verið verkefnastjóri í endurskoðun félaga af öllum stærðargráðum í ýmsum atvinnugreinum, þ.m.t. skráðum félögum sem gera upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá hefur hún einnig unnið að mörgum verkefnum í reikningshaldi og skattamálum sem og í innri verkefnum einna helst tengdum gæðamálum og þekkingarmiðlun. Helgi Níelsson er nýr í eigendahópi KPMG. Helgi er Eyfirðingur og hefur starfað á endurskoðunarsviði KPMG í tæp tuttugu og fjögur ár eða frá árinu 1998. Helgi er með próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2008. Helgi hefur unnið að margvíslegum verkefnum fyrir félagið þó aðallega í endurskoðun, reikningshaldi og verkefnum tengdum sköttum. Hann hefur m.a. unnið á skrifstofum KPMG í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en þar stýrði hann rekstrinum síðastliðin sex ár, en heldur nú aftur norður á Akureyri. Lilja Dögg Karlsdóttir er ný í eigendahópi KPMG. Hún er fædd og uppalin í Reykjanesbæ og býr þar enn. Lilja Dögg er með Cand Oecon próf frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi frá árinu 2009. Hún hefur starfað hjá KPMG í rúm tuttugu ár og er í forsvari fyrir skrifstofu KPMG í Reykjanesbæ. Lilja Dögg hefur komið að endurskoðun og reikningsskilum ýmissa aðila bæði í einkageiranum og þeim opinbera Sigurvin Bárður Sigurjónsson er nýr í eigandahópi KPMG en hann hóf störf á ráðgjafarsviði KPMG í september 2008. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri, með mastersgráðu í Quantitative Finance frá Cass Business School og er með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Sigurvin vann áður sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum. Í störfum sínum hjá KPMG leggur hann áherslu á áhættustjórnun, eftirlitsskýrslugjöf, áætlanagerð og verkefnastjórnun. Sigurvin hefur þjónustað félög í flestum atvinnugreinum, en leggur sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, opinbera aðila og skráð félög,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Í tilkynningu frá KPMG segir að þau hafi öll starfað hjá félaginu um árabil, en alls starfa yfir þrjú hundruð manns á Íslandi og yfir 265 þúsund manns á heimsvísu í yfir 143 löndum. „Ásgeir Skorri Thoroddsen hefur bæst í hóp eigenda hjá KPMG. Ásgeir hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2015. Hann er lögfræðingur að mennt og stundar MBA nám samhliða störfum sínum hjá KPMG. Ásgeir hefur sérhæft sig í fyrirtækja-, félaga- og skattarétti. Í störfum sínum hefur hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu KPMG við nýsköpunargeirann. Auk þess tengist stór hluti þeirra verkefna sem Ásgeir sinnir ráðgjöf vegna kaupa og sölu á fyrirtækjum og fjármögnun þeirra. Díana Hilmarsdóttir er ný í eigendahópi KPMG og starfar á endurskoðunarsviði. Hún lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2011. Díana er með víðtæka reynslu við að þjónusta fjölbreytt fyrirtæki og hefur síðustu ár verið verkefnastjóri í endurskoðun félaga af öllum stærðargráðum í ýmsum atvinnugreinum, þ.m.t. skráðum félögum sem gera upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá hefur hún einnig unnið að mörgum verkefnum í reikningshaldi og skattamálum sem og í innri verkefnum einna helst tengdum gæðamálum og þekkingarmiðlun. Helgi Níelsson er nýr í eigendahópi KPMG. Helgi er Eyfirðingur og hefur starfað á endurskoðunarsviði KPMG í tæp tuttugu og fjögur ár eða frá árinu 1998. Helgi er með próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2008. Helgi hefur unnið að margvíslegum verkefnum fyrir félagið þó aðallega í endurskoðun, reikningshaldi og verkefnum tengdum sköttum. Hann hefur m.a. unnið á skrifstofum KPMG í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en þar stýrði hann rekstrinum síðastliðin sex ár, en heldur nú aftur norður á Akureyri. Lilja Dögg Karlsdóttir er ný í eigendahópi KPMG. Hún er fædd og uppalin í Reykjanesbæ og býr þar enn. Lilja Dögg er með Cand Oecon próf frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi frá árinu 2009. Hún hefur starfað hjá KPMG í rúm tuttugu ár og er í forsvari fyrir skrifstofu KPMG í Reykjanesbæ. Lilja Dögg hefur komið að endurskoðun og reikningsskilum ýmissa aðila bæði í einkageiranum og þeim opinbera Sigurvin Bárður Sigurjónsson er nýr í eigandahópi KPMG en hann hóf störf á ráðgjafarsviði KPMG í september 2008. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri, með mastersgráðu í Quantitative Finance frá Cass Business School og er með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Sigurvin vann áður sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum. Í störfum sínum hjá KPMG leggur hann áherslu á áhættustjórnun, eftirlitsskýrslugjöf, áætlanagerð og verkefnastjórnun. Sigurvin hefur þjónustað félög í flestum atvinnugreinum, en leggur sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, opinbera aðila og skráð félög,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira