Víða um heim hafa menn fagnað því að Messi náði loksins á loka hringnum og vinna allt sem fótboltamaður gat unnið.
Eitt af flottustu leiðunum sem voru farnar til að halda upp á sigur Messi og félaga í argentínska landsliðinu er auglýsingaskilti hjá íþróttavöruframleiðandanum Adidas sem er samningsbundinn argentínska landsliðinu.
Adidas lét útbúa risa auglýsingaskilti í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en það er líklega hátt í þrjátíu metra hátt.
Það má sjá fimm útgáfur af Messi, eina frá hverju heimsmeistaramóti, fagna heimsmeistaratitlinum.
Það er Messi frá 2006 sem heldur á bikarnum en Messi frá 2022 heldur honum uppi.
Messi frá 2010, Messi frá 2014 og Messi frá 2018 fagna með þeim.
Messi lék sinn 26. leik á HM í úrslitaleiknum og enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki á heimsmeistaramóti. Hann skoraði mark númer 12 og 13. Hann er nú sá fjórði markahæsti í sögu HM með jafnmörg mörk og Frakkinn Just Fontaine.
Það eru bara Miroslav Klose (16 mörk), Ronaldo (15) og Gerd Müller (14) sem hafa skorað fleiri mörk á HM.
Messi var líka kosinn sá besti á öðru heimsmeistaramótinu sem enginn annar leikmaður hefur náð.