Leyndardómsfull fjöldagröf gæti hafa verið fæðingarstaður hvaleðla Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 16:56 Teikning af hópi hvaleðla. Þær voru rándýr sem gátu verið á stærð við strætisvagn með langa kjálka með beittum tönnum og risastórum hreifum. Hvaleðlur voru ekki risaeðlur þó að þær hafi verið samtíða þeim. AP/Gabriel Ugueto/NMNH Fornleifafræðingar hafa fundið vísbendingar um að þekkt steingervingasvæði í Bandaríkjunum sem hefur verið þeim ráðgáta lengi kunni að hafa verið fæðingarstaður hvaleðla fyrir hundruðum milljóna ára. Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University
Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira