Fótbolti

Vialli fer halloka í baráttunni við krabbamein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vialli var hluti af teymi ítalska landsliðsins sem vann EM síðasta sumar.
Vialli var hluti af teymi ítalska landsliðsins sem vann EM síðasta sumar. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images

Ástand ítalska fótboltagoðsins Gianlucas Vialli fer versnandi. Hann glímir við krabbamein í brisi.

Vialli er núna á spítala í London. Ástand hans þykir það slæmt að móðir hans og bróðir komu frá Ítalíu til að vera með honum. Þau sneru svo aftur til Ítalíu í gær.

Hinn 58 ára Vialli hætti í þjálfarateymi ítalska landsliðsins fyrr í þessum mánuði til að einbeita sér að baráttunni við krabbameinið. Vialli greindist upphaflega með meinið 2017, taldi sig hafa losnað við það 2020 en það tók sig svo aftur upp ári seinna.

Vialli kom inn í þjálfarateymi ítalska landsliðsins eftir að vinur hans og fyrrverandi samherji hjá Sampdoria, Roberto Mancini, tók við því 2018. Ítalía varð Evrópumeistari í fyrra eftir sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×