Isiah Thomas útskýrir af hverju Jordan gerði hann svona reiðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 14:31 Isiah Thomas og óvinur hans Michael Jordan. Samsett/Getty Körfuboltagoðsögnin Isiah Thomas er enn mjög ósáttur með Michael Jordan vegna „Last Dance“ heimildarþáttanna sem slógu í gegn á sínum tíma en máluðu ekki fallega mynd af Thomas. Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn. NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn.
NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira