Fótbolti

HM-hetjan George Cohen látinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
George Cohen var einn þriggja úr byrjunarliði Englands í úrslitaleiknum árið 1966 sem enn voru á lífi.
George Cohen var einn þriggja úr byrjunarliði Englands í úrslitaleiknum árið 1966 sem enn voru á lífi. The FA/The FA via Getty Images

George Cohen, sem var hluti af heimsmeistaraliði Englendinga árið 1966, er látinn, 83 ára að aldri.

Cohen lék hverja einustu mínútu í sex leikjum Englands á HM 1966 og var varafyrirliði liðsins í 4-2 sigri gegn Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum sjálfum.

Cohen lék allan sinn feril með Fulham og lék alls 459 leiki fyrir félagið á 13 ára ferli. Þá lék hann einnig 37 leiki fyrir enska landsliðið.

Eftir andlát Cohen eru nú aðeins tveir eft­ir á lífi af þeim ell­efu sem léku úr­slita­leik­inn fyr­ir Eng­lands hönd árið 1966; Sir Geoff Hurst og Sir Bobby Charlton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×