Starfsmenn Akureyrarbæjar hafi ekki efni á að nýta jólagjöfina Árni Sæberg skrifar 24. desember 2022 10:55 Niceair flýgur til fjögurra áfangastaða frá Akureyri. Ekki er öruggt að allir starfsmenn Akureyrar muni þiggja far á þá eftir jól. Vísir/Tryggvi Páll Starfsmenn Akureyrar fengu gjafabréf hjá norðlenska flugfélaginu Niceair í jólagjöf í ár. Mikil óánægja er meðal starfsfólks með gjöfina enda telur það sig margt hvert ekki hafa efni á að nýta hana. Í Fréttablaði dagsins er rætt við Heimi Örn Árnason, forseta bæjarstjórnar á Akureyri, um málið. Hann segir jólagjöfina klaufalega og að mistök hafi verið gerð við val á henni. Í Fréttablaðinu segir að hefðin sé að starfsmenn Akureyrarbæjar fái hangikjöt í jólapakkann en að í ár hafi verið ákveðið að sýna Niceair stuðning með því að kaupa gjafabréf af félaginu. Gjafabréfið hljóðar upp á 12.500 krónur og áætla má að það hafi kostað bæinn um fimmtán til tuttugu milljónir króna að gefa hverjum starfsmanni eitt stykki. Á vef Niceair má sjá að ódýrasta flugfarið kostar 25 þúsund krónu, aðra leið til Kaupmannahafnar. Því dugar jólagjöf Akureyrarbæjar fyrir hálfu fargjaldi aðra leið fyrir einn til Kaupmannahafnar. Þá á eftir að taka kostnað vegna gistingar og uppihalds inn í reikninginn. Sá kostnaður er ekki lágur í Kaupmannahöfn. Í samtali við Fréttablaðið segist Heimir Örn hafa lagt til í bæjarstjórn að starfsmenn fengju að velja á milli gjafabréfs og hangikjöts. Sóley Björk Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna í minnihluta bæjarstjórnar, slær á sömu strengi og segir ákjósanlegt að fólki standi tveir eða þrír kostir til boða. Heimir Örn segir að sömu mistök verði aldrei gerð aftur. Niceair Jól Akureyri Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Í Fréttablaði dagsins er rætt við Heimi Örn Árnason, forseta bæjarstjórnar á Akureyri, um málið. Hann segir jólagjöfina klaufalega og að mistök hafi verið gerð við val á henni. Í Fréttablaðinu segir að hefðin sé að starfsmenn Akureyrarbæjar fái hangikjöt í jólapakkann en að í ár hafi verið ákveðið að sýna Niceair stuðning með því að kaupa gjafabréf af félaginu. Gjafabréfið hljóðar upp á 12.500 krónur og áætla má að það hafi kostað bæinn um fimmtán til tuttugu milljónir króna að gefa hverjum starfsmanni eitt stykki. Á vef Niceair má sjá að ódýrasta flugfarið kostar 25 þúsund krónu, aðra leið til Kaupmannahafnar. Því dugar jólagjöf Akureyrarbæjar fyrir hálfu fargjaldi aðra leið fyrir einn til Kaupmannahafnar. Þá á eftir að taka kostnað vegna gistingar og uppihalds inn í reikninginn. Sá kostnaður er ekki lágur í Kaupmannahöfn. Í samtali við Fréttablaðið segist Heimir Örn hafa lagt til í bæjarstjórn að starfsmenn fengju að velja á milli gjafabréfs og hangikjöts. Sóley Björk Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna í minnihluta bæjarstjórnar, slær á sömu strengi og segir ákjósanlegt að fólki standi tveir eða þrír kostir til boða. Heimir Örn segir að sömu mistök verði aldrei gerð aftur.
Niceair Jól Akureyri Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56