„Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. desember 2022 08:01 Það er átakanlegt að heyra Katrínu Gísladóttur leirlistakonu lýsa því hvernig það var að missa dóttur sína Gínu árið 2020, en fyrri hluti ævisögu Vísis þessi jól var birtur í gær. Í þessum seinni hluta fjölskyldusögu Katrínar fáum við að heyra um tíðarandann eins og helst má líkja við Verbúðarþættina, vaxtaræktina, fyrirtækjareksturinn, leirlistina og það hvað skiptir máli til að draumar okkar rætist. „Draumurinn var þannig að ég horfi út um gluggann, sé pabba leggja bíl í stæði en mömmu vera borna út úr bílnum á börum. Lengi trúði ég því að ef ég hefði sagt frá draumnum hefði mamma ekki dáið,“ segir Katrín Gísladóttir Sedlacek þegar hún rifjar upp sektarkenndina sem hún fann lengi fyrir sem barn, eftir að móðir hennar lést í bílslysi á Hellisheiði 27.september árið 1977. Og lesa má í fyrri hluta ævisögu Vísis þessi jól og birtur var í gær. Barn með barn Þegar að við skildum við söguna í gær, hafði Katrín verið að taka út sorgina yfir móðurmissinum sem uppreisnarunglingur. Þar til hún eignaðist kærasta, Jón Guðmund Jóhannsson, sem síðar varð barnsfaðir hennar og sambýlismaður. Jón er fimm árum eldri en Katrín. Fór svo að á sextánda ári kemur í ljós að Katrín var ólétt. „Vinkona mömmu vann á heilsugæslunni og það var hún sem staðfesti að ég væri ólétt. Ég fékk sjokk. Svo mikið sjokk að ég þorði ekki einu sinni að segja pabba fréttirnar,“ segir Katrín og bætir því við að umrædd kona hafi rölt með henni heim þar sem málin voru rædd. „Mér var alveg gert grein fyrir því að það væru aðrir valkostir í boði en að eignast barnið. Og ég skal alveg viðurkenna það að ég velti því fyrir mér um tíma hvað ég ætti að gera. Einn daginn kemur eldri systir Nonna til mín, rosa spennt yfir fréttunum og segir: Vá, ég er bara þegar byrjuð að prjóna á litla krílið!“ segir Katrín og bætir við: „Þetta er gott dæmi til að skýra út hversu barnaleg ég var enn í hugsun. Því þarna hugsaði ég bara með mér: Guð minn góður! Ég verð að eignast barnið fyrst að fólk er þegar byrjað að prjóna á það! Seinna þegar ég hafði þroska til, hef ég oft rifjað þetta upp því þetta er í raun dæmi sem sýnir mér hversu meðvirk ég var oft sem einstaklingur.“ Þann 5.september árið 1979 fæðist Georgína Björg Jónsdóttir. Alltaf kölluð Gína eins og amma sín. „Gína mín fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann. Við vorum flutt í Breiðholtið í Reykjavík því Nonni fékk kranavinnu í bænum. Ég vissi ekkert um börn, var sjálf barn og eins og börn gera, reyndi ég bara að vera hlýðin. Einn daginn tek ég strætó í skoðun á Rauðarárstíg og þar verður uppi fótur og fit því ég var víst komin með svona alvarlega meðgöngueitrun. Ég var samt látin labba upp á spítala með skýrsluna mína því auðvitað var ég of ung til að vera á bíl og Nonni að vinna.“ Á Landspítalanum var Katrín lögð inn þar sem hún lá í móki næstu daga. Það mátti enginn koma að heimsækja mig. En sem betur fer var föðuramma mín mikill kvenskörungur og kom sér til mín einhvern veginn. Gerði síðan allt vitlaust því það sem kom í ljós var að ég var sjálf á milli heims og helju. Gína var tekin með keisara en það var fyrst og fremst vegna þess að það var verið að reyna að bjarga mér, óháð því hvað myndi gerast með barnið.“ Gína fæddist aðeins fjórar merkur en Katrín segir hana frá fyrsta degi hafa sýnt ótrúlegan lífsvilja og barist hetjulega fyrir sínu. Stuttu eftir fæðingu varð Katrín hins vegar aftur veik og er aftur lögð inn á spítala. Í þetta sinn var það botnlanginn sem á þessum tíma kallaði á mun stærri aðgerð en nú tíðkast. „Þannig voru næstu vikurnar. Ég var auðvitað bara barn með barn. Að jafna mig eftir botnlangaskurð, keisaraskurð, að mjólka mig samviskusamlega, taka strætó á spítalann og sitja hjá henni Gínu minni í hitakassanum en mega ekki snerta hana. Mér fannst það reyndar erfiðast af öllu.“ Þann 5.september árið 1979 fæðist Georgína Björg Jónsdóttir. Alltaf kölluð Gína eins og amma sín. Katrín var 16 ára þegar Gína fæddist og því aðeins sjálf barn. Gína lést þann 2.september árið 2020 og segir Katrín það vega mest að heilbrigðiskerfið hafi brugðist Gínu. Því hún hafi margreynt að fá hjálp en mætt lítilsvirðingu og fordómum. Ástir og endalok Loksins fengu ungu parið Gínu heim. Við tóku sex mánuðir þar sem Katrín var heima með barnið en Jón að vinna. Fljótlega fluttu þau til Þorlákshafnar þar sem faðir Jóns var hafnarstjóri. „Lífið okkar er svolítið lýsandi fyrir það hvernig lífið var hjá minni kynslóð á þessum tíma. Þar sem ungt fólk ýmist menntaði sig eða ekki en allt gekk síðan út á að vinna.“ Og það var unnið myrkranna á milli. Um tíma starfaði Katrín í frystihúsinu en síðar í Kaupfélaginu á staðnum. Gína var að mestu í pössun hjá föðurömmu sinni. Þegar Katrín rifjar upp tíðarandann sem ríkti á þessum tíma er ekki laust við að sjónvarpsþáttaröðin Verbúðin komi upp í hugann. Enda segir Katrín það vel stemma. Það er engin af minni kynslóð sem samsvarar sig ekki við Verbúðina. Því stemningin sem við sáum þar, var nákvæmlega eins og lífið var á þessum tíma. Sem aukavinnu vorum við Jón að beita og skera utan af neti sem að ég mér fannst ömurleg vinna. Því þetta gerði maður í skítakulda. Auðvitað ung og enn djamm um helgar. Eins og þá þótti eðlilegt,“ segir Katrín. „Við vorum góð saman, en á endanum var þetta of mikið álag og of mikil lífsins alvara fyrir mig. Við unnum myrkranna á milli og vorum svo með Gínu og heimilið á kvöldin. Ég var alltof óþroskuð fyrir þetta. Þegar Gína var á þriðja ári hættum við saman.“ Til að byrja með fór Katrín á Selfoss en fluttist síðar með Gínu til föðurömmu sinnar og afa í bænum. Þar fékk hún vinnu í Útvegsbankanum í Lækjargötu þar sem afi hennar hafði starfað um árabil. Katrín segir föðurömmu sína nánast hafa yfirtekið Gínu þegar þær fluttu í bæinn. Sem þýddi að eftir vinnu hafði Katrín mikinn tíma frjálsan þótt hún teldist einstæð móðir. Katrín dembdi sér þá á fullt í vaxtaræktina. Svo mikið reyndar að þangað fór hún alla daga næstu árin og keppti meira að segja þrisvar sinnum á stærri mótum. Og í vaxtaræktinni bankaði ástin upp á. Því þar kynntist hún Sveinbirni Guðjohnsen. Sveinbjörn varð síðar barnsfaðir Katrínar og eiginmaður til fjörtíu ára. „Sveinbjörn fór reyndar til Bandaríkjanna í eitt ár eftir að við kynntumst en við urðum par fljótlega eftir að hann kom heim aftur. Þá leigði hann sér íbúð og upp frá því fórum við að vera alveg saman,“ segir Katrín og upplýsir að þetta hafi verið árið 1983. Katrín og Sveinbjörn giftu sig árið 1991 og fluttu það sama ár inn í Sólnesið í Norðlingaholti. Þar bjuggu þau þar til Katrín flutti þaðan út fyrir þremur árum síðan en Katrín og Sveinbjörn eru nú skilin. Katrín dembdi sér í vaxtaræktina þegar Gína var lítil og segir Gínu oft hafa þurft að bíða og dunda sér í ræktinni á meðan hún var sjálf að æfa. Katrín segir að þegar hún líti til baka sjái hún vel hversu óþolinmóð hún var oft við Gínu, sem glímdi við mikinn kvíða sem ekki var sama þekking á þá og nú. Katrín tók um tíma þátt í nokkrum stórum mótum. Leirlistin Sveinbjörn gekk Gínu í föðurstað en fyrir átti Sveinbjörn einn son, Ólafur Ottó Sveinbjörnsson fæddan árið 1977. Katrín og Sveinbjörn eignuðust síðan börnin Sveinbjörn Marion sem fæddur er árið 1994 og Maríu Helgu, sem fæddist árið 1996. Fljótlega eftir að Sveinbjörn kom frá Bandaríkjunum keypti hann bílabúðina H. Jónsson & Co. sem er rótgróið fyrirtæki stofnað árið 1943 og selur varahluti í ameríska bíla. Síðar var hann annar stofnandi líkamsræktarstöðvarinnar Orkubótarinnar í Brautarholti. Síðustu árin hefur Katrín sjálf starfað sem leirlistakona og er ein af listakonunum sem standa að galleríinu ART67. Listin tók þó sinn tíma því lengi vel starfaði Katrín í Útvegsbankanum. Katrín kláraði stúdentinn í kvöldskóla árið 1994, þá kasólétt af Sveinbirni. Næstu árin fóru í að ala upp börn, byggja upp heimili, sjá um bókhaldið fyrir bílabúðina og fleira sem fjölskyldunni fylgdi. Í skúr heima í Sólnesi fór Katrín að dunda sér við að smíða og skapa ýmsar trévörur. Trévörurnar bjó hún til sér til gamans í fyrstu en fór að gefa þær vinum og vandamönnum. Áður en varði fóru vörurnar að spyrjast út og úr varð að rekstur Föndurkofans hefst í litla skúrnum heima. „Þetta þýddi að fólk var að koma heim til okkar fyrir vörurnar. Við vorum kannski að borða kvöldmat eða að koma krökkunum í háttinn og þá var fólk að koma og kíkja á gluggana,“ segir Katrín og skellir upp úr. Hjónin ákváðu því að splitta atvinnuhúsnæðinu sem þau áttu í Brautarholtinu þannig að Föndurkofinn fengi hluta þess pláss sem bílabúðin var í. „Föndurkofinn óx hratt. Við vorum til dæmis að gera föndurdót fyrir skólana fyrir jólin og þá var unnið langt fram eftir öll kvöld við að búa til vörurnar. Við ferðuðumst líka mikið og fórum á sýningar erlendis þannig að það var margt skemmtilegt við þennan tíma.“ Fleiri sambærilegar verslanir fóru að spretta upp og smátt og smátt var ljóst að Brautarholtið var ekki góð staðsetning til lengdar fyrir sérvöruverslun sem þessa. „Föndurkofinn fór ekki í þrot. En í febrúar árið 2008 lokaði ég. Engar útsölur eða neitt. Ég bara skellti í lás og nennti þessu ekki lengur. Næstu jólin á eftir opnaði ég í desember í að mig minnir þrjú ár og held ég hafi á þeim tíma klárað að selja lagerinn að mestu. Árið 2008 fékk Katrín líka hugljómun. Vinkona mín spurði hvort ég væri ekki til í að koma á leirlistarnámskeið og það var þar sem ég kynntist leirnum í fyrsta sinn. Og ég mun aldrei gleyma því hvernig það var að handleika leirinn í fyrsta sinn. Því frá því að ég var barn hafði ég alltaf verið með einverja tilfinningu í fingurgómum og höndum, svona eins og ég væri að snerta eitthvað eða þreifa á einhverju. Ég hafði aldrei pælt í þessu, þetta var svo mikill hluti af mér. En þegar ég snerti leirinn á þessu námskeiði áttaði ég mig á því að þessi tilfinning sem ég var alltaf með í höndunum var þessi tilfinning sem er þegar maður handleikur leir!“ Eftir þetta var ekki aftur snúið. Katrín fór um tíma í Myndlistarskóla Reykjavíkur en fann sig ekki þar. Þegar hún var 45 ára gaf Sveinbjörn henni óvænta kennsluferð til Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, þangað sem hjónin fóru saman og voru með börnunum í um mánuð. Þar hitti hún fyrir mann af indíánaættum sem Sveinbjörn hafði fundið á netinu og samið við um að kenna Katrínu allt sem hann kunni í leirlist. „Og hann gerði það. Ætlunin var fyrst að vera með honum fyrri part dags en fjölskyldunni í fríi part úr degi en á endanum voru ég og hann bara að vinna saman allan daginn og Sveinbjörn á flandri með krakkana.“ Árið 2010 hafði Kristín Guðmundsdóttir í ART67 síðan samband við Katrínu og sagði að það væri laust fyrir eina konu hjá þeim. „Ég byrjaði á því að hugsa að ég hefði engan tíma í að fara í neitt sjálf. Væri upptekin að sinna fjölskyldunni, fyrirtækjunum, hestunum og fleira en sagði þó við hana að ég ætlaði að fá að hugsa málið aðeins og hafa samband við hana aftur,“ segir Katrín og bætir við: „Síðan hugsaði ég þetta í tíu mínútur. Hringdi aftur í Kristínu og sagði: Ókei, ég er til.“ Katrín og Sveinbjörn eignuðust tvö börn til viðbótar við að eiga sitthvort barnið sjálf þegar þau tóku saman. Þau bjuggu lengst af í Sólnesi í Norðlingarholti og voru gift í fjörtíu ár. Í Sólnesi hófst rekstur Föndurkofans á sínum tíma en það var ekki fyrr en síðar sem Katrín fór að starfa með leir. Meðal annars í kjölfar Ameríkuferðar fjölskyldunnar, þar sem Sveinbjörn hafði fundið mann af indíánaættum til að kenna Katrínu allt sem hann kunni um leirlist. Gína Þann 2.mars árið 2020 lést Gína dóttir Katrínar og Jóns. Katrín var þá stödd á Kanarí með föður sínum og vinkonu. Gína var brennd og hvílir hjá föðurömmu sinni og afa, sem Katrín segir táknrænt fyrir það góða samband sem ríkti á milli þeirra alla tíð. Það er átakanlegt að fara í gegnum sögu Gínu með Katrínu. Ég hljóp út á ströndina og að sjónum. Horfði inn í myrkrið og út á haf og öskraði úr mér lungun. Hjartað í mér brast. Sársaukinn var óbærilegur. Ég veit ekki hversu lengi ég stóð þarna. Eflaust í um þrjú korter. Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum. Og grét,“ segir Katrín um viðbrögðin sín í kjölfar þess að rannsóknarlögreglumaður hringir í hana og tilkynnir henni að Gína sé látin. En þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögðin hennar. Né lýsandi fyrir það sem á eftir kom. „Ég fraus þegar að ég fékk fréttirnar. Ég er enn frosin. Ég næ einhvern veginn ekki að losa. Ég næ ekki að gráta. Það er hreinlega of sárt að fara þangað í huganum til þess að ég nái því,“ segir Katrín í einlægni þegar dótturmissirinn er ræddur. En við skulum byrja á því að heyra aðeins sögu Gínu. Hún Gína mín var rosaleg mömmustelpa og alltaf með mér. En þegar ég hugsa til baka sé ég svo vel hversu óþolinmóð ég var við hana. Enda sjálf bara barn og stundum var varla hægt að átta sig á því hvor okkar væri mamman og hvor dóttirin. Gína fékk stundum kvíðaköst og þá var eins og hún ætti erfitt með að anda. Ég vissi ekkert hvað kvíði var og í óþolinmæðinni átti ég það til að skamma hana fyrir látalætin og segja henni að hætta þessu.“ Í skóla gekk Gínu vel og lengi var Gína líka mikill bókaormur sem las bækur fram eftir morgni ef því var að skipta. „Áður en við fluttum í Sólnesið fór Gína í Hagaskóla í vesturbænum. Allar umsagnir sem við fengum að heyra frá kennurum voru þær að Gína væri bara algjört ljós. Það sem við vissum ekki fyrr en síðar er að í Hagaskóla varð hún fyrir einelti. En sagði okkur aldrei frá neinu.“ Katrín segir Gínu mikið hafa pælt í því sjálf hvaða afleiðingar geta hlotist af því þegar börn fæðast mjög mikið fyrir tímann eins og hún gerði. Gína hafi til að mynda talið líklegt að hún væri á einhverju rófi og þá jafnvel einhverfurófi sem nú er að opnast aðeins meira í umræðunni. Gína las sér líka til um að geðraskanir gætu verið algengar hjá fyrirburum síðar meir á lífsleiðinni. „Hún var sjálf sannfærð um að hún yrði ekki langlíf. Hún sagði mér það eitt sinn fyrir mörgum árum síðan. Ég kenni samt heilbrigðiskerfinu um dauðann hennar og verð bara að koma hreint fram með það,“ segir Katrín. Hvers vegna? „Gína þurfti hjálp og margbað um hjálp. Gína reyndi oftar en einu sinni að taka sitt eigið líf, skar sig á púls eða að það þurfti að dæla upp úr henni. Hjá læknum og innan heilbrigðiskerfisins mætti henni svo mikil lítilsvirðing og fordómar að ég held að fólk trúi því varla. Gína endaði því með að gefast upp á því að biðja um hjálp. Þess vegna dó hún.“ Var Gína í neyslu? „Gína ánetjaðist læknadópi. Þetta gerðist smám saman. Að mér fannst, umturnaðist hún eins og á einni nóttu sem unglingur. Mér fannst hún breytast í umskipting fljótlega eftir fermingu, fór frá því að vera þessi ljúfa stúlka yfir í ungling sem ég réði ekkert við. Og hafði enga þolinmæði eða þroska til að díla við á þeim tíma, sjálf að ala upp yngri systkinin hennar og fannst ég hafa nóg á minni könnu annað,“ segir Katrín og tekur fram að þótt hún sé með ádeilu á heilbrigðiskerfið sé hún ekki að draga úr neinni ábyrgð hjá sér eða öðrum. „Það breytir því ekki að innan heilbrigðiskerfisins eru miklir fordómar sem mæta þeim hópi fólks sem er með geðraskanir og fíknisjúkdóma og mér finnst mjög mikilvægt að þau mál séu rædd og skoðuð. Það er líka staðreynd að Gína fékk endalaust lyf uppáskrifuð hjá læknum. Aftur og aftur. Alltaf nýr og nýr lyfseðill og ég skil eiginlega ekki hvernig það er hægt. Undir lokin veit ég að hún kunni alveg að verða sér úti um oxíkontín á svörtum markaði. En í mörg ár voru það læknarnir sem gáfu henni lyfin.“ Katrín segist enn varðveita skilaboð í símanum sínum sem hún getur ekki hugsað sér að eyðileggist. Þar heyri hún rödd Gínu og haldi því í skilaboðin eins og gull. Samt eru síðustu skilaboðin hennar til mín bara Mamma getur þú ekki komið vegna þess að þeir eru ekkert að hlusta á mig ….. Enn ein ferðin á bráðamóttökuna. Enn ein tilraunin hennar til að reyna að fá hjálp.“ Katrín býr að hluta til í sólinni á Kanarí og er ánægð með hvar hún er stödd í dag. Hún segist þó meðvituð um að þurfa að vinna fyrir því að líða vel enda hafi hún alveg upplifað þá tíma að liggja í fósturstellingum af vanlíðan. Katrín segist sannfærð um að allir draumar geti orðið að veruleika séu þeir settir út í kosmóið. Suma drauma taki bara aðeins lengri tíma að rætast. Katrín er af mörgum kölluð Katra en hún er ein af listakonum gallerí ART67.Vísir/Vilhelm Þar sem sólin skín Fyrir utan listina er Katrín í hestamennsku og hefur verið um árabil. Þá syngur hún í kvennakórnum Rósirnar í Hafnarfirðinum en til margra ára hefur hún sungið í gospelkórum. „Nema þeir fari að reka mig núna því ég er alltaf í útlöndum,“ segir hún og hlær. Þegar viðtalið er tekið er Katrín einmitt stödd á Kanarí þar sem hún býr hluta árs í dag. „Ég byrjaði að fara þangað fyrir um sjö árum síðan. Og alltaf að lengja í tímanum hér. Í dag er ég hins vegar rosalega ánægð með þá stefnu sem ég tók fyrir þremur árum síðan að fara að vera hérna part úr ári og búa hér.“ Gísli faðir Katrínu er með henni og þannig hefur það oft verið í gegnum árin. „Þegar símtalið kom um Gínu fannst mér erfiðasta tilhugsunin að segja pabba fréttirnar. Enda fannst mér hann taka þeim svolítið eins og ég. Ég sá að hann fraus.“ Þá eru aðeins nokkur ár síðan fjölskyldan kvaddi Stefán, hálfbróður Katrínar en hann lést árið 2016. „Stefán var mikill einfari og ekki allra. Hann bjó á Selfossi og var ekki í miklu sambandi við neinn. En átti þó fáa en mjög góða vini. Þegar Stebbi dó var ég einmitt nýkomin heim frá Kanarí. Þá hringir hann og biður mig um að koma til sín. Hvar ertu? spurði ég og þá kom í ljós að það var nýbúið að leggja hann inn á Landspítala. Og ég man að ég hugsaði með mér: Þá er þetta alvarlegt. Fyrst hann er að biðja mig um að koma.“ Um þremur vikum síðar lést Stefán úr krabbameini. Það er svo skrýtið við sorgina að þegar að Stebbi dó, sat ég hjá honum, hélt í hendina á honum og hágrét. En með Gínu er ég enn að reyna að losa um þannig að ég geti grátið missinn betur. Margir urðu til dæmis mjög hissa á því að ég söng í jarðaför Gínu. Velta fyrir sér hvernig ég hafi getað gert það hjá minni eigin dóttur, án þess að brotna. En þetta er skýringin. Ég er of frosin til að gráta. Þetta er of sárt,“ segir Katrín en bætir við: „Hræðslan kemur samt í annarri birtingamynd. María dóttir okkar er í námi í New York þar sem hún gerir það gott. Ég sendi kannski á hana skilaboð og ef hún svarar ekki strax er ég kannski búin að hringja þrjátíu sinnum áður en hún hefur tækifæri á því. Bara upptekin í skólanum eða eitthvað álíka saklaust. En þá fer ég bara yfir um.“ Katrín segir sorgina líka persónubundna og eflaust þurfi allir að finna sína leið. „Stuttu eftir að Gína dó var ég í Hagkaup og þar var kona að selja eitthvað fyrir einver samtök sem ég heyrði að sneri að geðheilbrigði. Ég trompaðist. Sagðist sko aldeilis ekki ætla að styrkja einn eða neinn sem hefði átt að hjálpa dóttur minni. Svo reið var ég og auðvitað fékk blessuð konan bara sjokk enda alsaklaus,“ segir Katrín. Í ljós kom að umrædd kona var að safna fyrir Píeta samtökin, en þau starfa að forvörnum gegn sjálfsvígum. „Auðvitað varð ég miður mín eftir á og viðurkenndi fyrir þessari konu að ég hefði svo sannarlega viljað vita af þeim fyrr fyrir hana Gínu mína.“ Í október síðastliðnum hélt Katrín upp á sextugsafmælið sitt. Með heimsókn í nokkra daga til Vínar ásamt föður sínum, börnunum tengdabörnum. Í kjölfarið fóru hún og vinkona til Kanaríeyja, síðan til Íslands en aftur út til Kanarí í nóvember. Þar sem Katrín verður næstu mánuði, ásamt föður sínum. Það er ekki úr vegi að fá fréttir af Gísla. Manninum sem við kynntumst við lestur fyrri hluta sögu Katrínar í gær. „Pabbi er ótrúlega hress, mikill bóhem í sér og kann að njóta lífsins. 91 árs en hleypur um eins og sjötugur unglingur. Enda kalla ég hann pabbaling,“ segir Katrín og hlær. Hún segir hjónaband hans og Ingu hafa staðið í um tuttugu ár áður en þau skildu, en Inga er nú látin. Og einhverjar vinkonur hafa nú verið síðan þá segir Katrín og brosir. „Pabbi elskar að búa hér í sólinni yfir vetrarmánuðina enda yngist hann um tíu ár í hvert sinn sem hann kemur hingað. En síðan er hann heima á sumrin. Hann elskar að lesa og er ótrúlega fróður, horfir á alls kyns þætti og myndir á Netflix, hefur mikinn áhuga á list og elskar alls kyns tónlist. Að vera í kringum pabba er svo einfalt og þægilegt. Enda talar hann aldrei um annað fólk né veltir sér upp úr því hvað aðrir gera. Hann einfaldlega kann að njóta lífsins.“ En þá er að spyrjast fyrir um Katrínu sjálfa. „Það getur vel verið að fólk haldi að ég lifi einhverju glamorlífi. Eða farið auðveldar í gegnum lífsins verkefni og áföll en aðrir. Það er samt ekki svo. Ég þekki það alveg að liggja í fósturstellingunum því mér líður svo illa. Eða að vera svo lömuð í kvíðakasti í miðbænum að geta ekki hreyft mig og halda að ég væri að fá hjartaáfall og deyja. Ég er því bara eins og hver annar sem þýðir að ég geri mér grein fyrir því að til þess að mér líði vel, þarf ég að hafa fyrir því og vinna í því sjálf.“ Sérðu fyrir þér framtíðina áfram svona: Á Íslandi að hluta til en í sólinni að hluta? Já ég er alsæl með þann stað sem ég er á í lífinu í dag. Mig hafði lengi dreymt um að búa erlendis í meiri hita, en sá draumur var aldrei raunhæfur. Sannfæringin mín er hins vegar sú að ef við eigum okkur draum, þá rætist hann alltaf á endanum. Stundum tekur það drauminn kannski lengri tíma að rætast. En ef við erum búin að setja hann út í kosmóið, þá kemur hann á endanum í einhverri mynd. Og það er það sem er hjá mér núna. Ég er að lifa drauminn minn.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Sögurnar í fyrra: Vinnan og lífið Um helgar segjum við sögur í Atvinnulífinu á Vísi eða höfum gaman af því að kynnast fólki í ólíkum störfum á öðruvísi hátt en hefðbundið er. 9. janúar 2022 07:00 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Og lesa má í fyrri hluta ævisögu Vísis þessi jól og birtur var í gær. Barn með barn Þegar að við skildum við söguna í gær, hafði Katrín verið að taka út sorgina yfir móðurmissinum sem uppreisnarunglingur. Þar til hún eignaðist kærasta, Jón Guðmund Jóhannsson, sem síðar varð barnsfaðir hennar og sambýlismaður. Jón er fimm árum eldri en Katrín. Fór svo að á sextánda ári kemur í ljós að Katrín var ólétt. „Vinkona mömmu vann á heilsugæslunni og það var hún sem staðfesti að ég væri ólétt. Ég fékk sjokk. Svo mikið sjokk að ég þorði ekki einu sinni að segja pabba fréttirnar,“ segir Katrín og bætir því við að umrædd kona hafi rölt með henni heim þar sem málin voru rædd. „Mér var alveg gert grein fyrir því að það væru aðrir valkostir í boði en að eignast barnið. Og ég skal alveg viðurkenna það að ég velti því fyrir mér um tíma hvað ég ætti að gera. Einn daginn kemur eldri systir Nonna til mín, rosa spennt yfir fréttunum og segir: Vá, ég er bara þegar byrjuð að prjóna á litla krílið!“ segir Katrín og bætir við: „Þetta er gott dæmi til að skýra út hversu barnaleg ég var enn í hugsun. Því þarna hugsaði ég bara með mér: Guð minn góður! Ég verð að eignast barnið fyrst að fólk er þegar byrjað að prjóna á það! Seinna þegar ég hafði þroska til, hef ég oft rifjað þetta upp því þetta er í raun dæmi sem sýnir mér hversu meðvirk ég var oft sem einstaklingur.“ Þann 5.september árið 1979 fæðist Georgína Björg Jónsdóttir. Alltaf kölluð Gína eins og amma sín. „Gína mín fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann. Við vorum flutt í Breiðholtið í Reykjavík því Nonni fékk kranavinnu í bænum. Ég vissi ekkert um börn, var sjálf barn og eins og börn gera, reyndi ég bara að vera hlýðin. Einn daginn tek ég strætó í skoðun á Rauðarárstíg og þar verður uppi fótur og fit því ég var víst komin með svona alvarlega meðgöngueitrun. Ég var samt látin labba upp á spítala með skýrsluna mína því auðvitað var ég of ung til að vera á bíl og Nonni að vinna.“ Á Landspítalanum var Katrín lögð inn þar sem hún lá í móki næstu daga. Það mátti enginn koma að heimsækja mig. En sem betur fer var föðuramma mín mikill kvenskörungur og kom sér til mín einhvern veginn. Gerði síðan allt vitlaust því það sem kom í ljós var að ég var sjálf á milli heims og helju. Gína var tekin með keisara en það var fyrst og fremst vegna þess að það var verið að reyna að bjarga mér, óháð því hvað myndi gerast með barnið.“ Gína fæddist aðeins fjórar merkur en Katrín segir hana frá fyrsta degi hafa sýnt ótrúlegan lífsvilja og barist hetjulega fyrir sínu. Stuttu eftir fæðingu varð Katrín hins vegar aftur veik og er aftur lögð inn á spítala. Í þetta sinn var það botnlanginn sem á þessum tíma kallaði á mun stærri aðgerð en nú tíðkast. „Þannig voru næstu vikurnar. Ég var auðvitað bara barn með barn. Að jafna mig eftir botnlangaskurð, keisaraskurð, að mjólka mig samviskusamlega, taka strætó á spítalann og sitja hjá henni Gínu minni í hitakassanum en mega ekki snerta hana. Mér fannst það reyndar erfiðast af öllu.“ Þann 5.september árið 1979 fæðist Georgína Björg Jónsdóttir. Alltaf kölluð Gína eins og amma sín. Katrín var 16 ára þegar Gína fæddist og því aðeins sjálf barn. Gína lést þann 2.september árið 2020 og segir Katrín það vega mest að heilbrigðiskerfið hafi brugðist Gínu. Því hún hafi margreynt að fá hjálp en mætt lítilsvirðingu og fordómum. Ástir og endalok Loksins fengu ungu parið Gínu heim. Við tóku sex mánuðir þar sem Katrín var heima með barnið en Jón að vinna. Fljótlega fluttu þau til Þorlákshafnar þar sem faðir Jóns var hafnarstjóri. „Lífið okkar er svolítið lýsandi fyrir það hvernig lífið var hjá minni kynslóð á þessum tíma. Þar sem ungt fólk ýmist menntaði sig eða ekki en allt gekk síðan út á að vinna.“ Og það var unnið myrkranna á milli. Um tíma starfaði Katrín í frystihúsinu en síðar í Kaupfélaginu á staðnum. Gína var að mestu í pössun hjá föðurömmu sinni. Þegar Katrín rifjar upp tíðarandann sem ríkti á þessum tíma er ekki laust við að sjónvarpsþáttaröðin Verbúðin komi upp í hugann. Enda segir Katrín það vel stemma. Það er engin af minni kynslóð sem samsvarar sig ekki við Verbúðina. Því stemningin sem við sáum þar, var nákvæmlega eins og lífið var á þessum tíma. Sem aukavinnu vorum við Jón að beita og skera utan af neti sem að ég mér fannst ömurleg vinna. Því þetta gerði maður í skítakulda. Auðvitað ung og enn djamm um helgar. Eins og þá þótti eðlilegt,“ segir Katrín. „Við vorum góð saman, en á endanum var þetta of mikið álag og of mikil lífsins alvara fyrir mig. Við unnum myrkranna á milli og vorum svo með Gínu og heimilið á kvöldin. Ég var alltof óþroskuð fyrir þetta. Þegar Gína var á þriðja ári hættum við saman.“ Til að byrja með fór Katrín á Selfoss en fluttist síðar með Gínu til föðurömmu sinnar og afa í bænum. Þar fékk hún vinnu í Útvegsbankanum í Lækjargötu þar sem afi hennar hafði starfað um árabil. Katrín segir föðurömmu sína nánast hafa yfirtekið Gínu þegar þær fluttu í bæinn. Sem þýddi að eftir vinnu hafði Katrín mikinn tíma frjálsan þótt hún teldist einstæð móðir. Katrín dembdi sér þá á fullt í vaxtaræktina. Svo mikið reyndar að þangað fór hún alla daga næstu árin og keppti meira að segja þrisvar sinnum á stærri mótum. Og í vaxtaræktinni bankaði ástin upp á. Því þar kynntist hún Sveinbirni Guðjohnsen. Sveinbjörn varð síðar barnsfaðir Katrínar og eiginmaður til fjörtíu ára. „Sveinbjörn fór reyndar til Bandaríkjanna í eitt ár eftir að við kynntumst en við urðum par fljótlega eftir að hann kom heim aftur. Þá leigði hann sér íbúð og upp frá því fórum við að vera alveg saman,“ segir Katrín og upplýsir að þetta hafi verið árið 1983. Katrín og Sveinbjörn giftu sig árið 1991 og fluttu það sama ár inn í Sólnesið í Norðlingaholti. Þar bjuggu þau þar til Katrín flutti þaðan út fyrir þremur árum síðan en Katrín og Sveinbjörn eru nú skilin. Katrín dembdi sér í vaxtaræktina þegar Gína var lítil og segir Gínu oft hafa þurft að bíða og dunda sér í ræktinni á meðan hún var sjálf að æfa. Katrín segir að þegar hún líti til baka sjái hún vel hversu óþolinmóð hún var oft við Gínu, sem glímdi við mikinn kvíða sem ekki var sama þekking á þá og nú. Katrín tók um tíma þátt í nokkrum stórum mótum. Leirlistin Sveinbjörn gekk Gínu í föðurstað en fyrir átti Sveinbjörn einn son, Ólafur Ottó Sveinbjörnsson fæddan árið 1977. Katrín og Sveinbjörn eignuðust síðan börnin Sveinbjörn Marion sem fæddur er árið 1994 og Maríu Helgu, sem fæddist árið 1996. Fljótlega eftir að Sveinbjörn kom frá Bandaríkjunum keypti hann bílabúðina H. Jónsson & Co. sem er rótgróið fyrirtæki stofnað árið 1943 og selur varahluti í ameríska bíla. Síðar var hann annar stofnandi líkamsræktarstöðvarinnar Orkubótarinnar í Brautarholti. Síðustu árin hefur Katrín sjálf starfað sem leirlistakona og er ein af listakonunum sem standa að galleríinu ART67. Listin tók þó sinn tíma því lengi vel starfaði Katrín í Útvegsbankanum. Katrín kláraði stúdentinn í kvöldskóla árið 1994, þá kasólétt af Sveinbirni. Næstu árin fóru í að ala upp börn, byggja upp heimili, sjá um bókhaldið fyrir bílabúðina og fleira sem fjölskyldunni fylgdi. Í skúr heima í Sólnesi fór Katrín að dunda sér við að smíða og skapa ýmsar trévörur. Trévörurnar bjó hún til sér til gamans í fyrstu en fór að gefa þær vinum og vandamönnum. Áður en varði fóru vörurnar að spyrjast út og úr varð að rekstur Föndurkofans hefst í litla skúrnum heima. „Þetta þýddi að fólk var að koma heim til okkar fyrir vörurnar. Við vorum kannski að borða kvöldmat eða að koma krökkunum í háttinn og þá var fólk að koma og kíkja á gluggana,“ segir Katrín og skellir upp úr. Hjónin ákváðu því að splitta atvinnuhúsnæðinu sem þau áttu í Brautarholtinu þannig að Föndurkofinn fengi hluta þess pláss sem bílabúðin var í. „Föndurkofinn óx hratt. Við vorum til dæmis að gera föndurdót fyrir skólana fyrir jólin og þá var unnið langt fram eftir öll kvöld við að búa til vörurnar. Við ferðuðumst líka mikið og fórum á sýningar erlendis þannig að það var margt skemmtilegt við þennan tíma.“ Fleiri sambærilegar verslanir fóru að spretta upp og smátt og smátt var ljóst að Brautarholtið var ekki góð staðsetning til lengdar fyrir sérvöruverslun sem þessa. „Föndurkofinn fór ekki í þrot. En í febrúar árið 2008 lokaði ég. Engar útsölur eða neitt. Ég bara skellti í lás og nennti þessu ekki lengur. Næstu jólin á eftir opnaði ég í desember í að mig minnir þrjú ár og held ég hafi á þeim tíma klárað að selja lagerinn að mestu. Árið 2008 fékk Katrín líka hugljómun. Vinkona mín spurði hvort ég væri ekki til í að koma á leirlistarnámskeið og það var þar sem ég kynntist leirnum í fyrsta sinn. Og ég mun aldrei gleyma því hvernig það var að handleika leirinn í fyrsta sinn. Því frá því að ég var barn hafði ég alltaf verið með einverja tilfinningu í fingurgómum og höndum, svona eins og ég væri að snerta eitthvað eða þreifa á einhverju. Ég hafði aldrei pælt í þessu, þetta var svo mikill hluti af mér. En þegar ég snerti leirinn á þessu námskeiði áttaði ég mig á því að þessi tilfinning sem ég var alltaf með í höndunum var þessi tilfinning sem er þegar maður handleikur leir!“ Eftir þetta var ekki aftur snúið. Katrín fór um tíma í Myndlistarskóla Reykjavíkur en fann sig ekki þar. Þegar hún var 45 ára gaf Sveinbjörn henni óvænta kennsluferð til Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, þangað sem hjónin fóru saman og voru með börnunum í um mánuð. Þar hitti hún fyrir mann af indíánaættum sem Sveinbjörn hafði fundið á netinu og samið við um að kenna Katrínu allt sem hann kunni í leirlist. „Og hann gerði það. Ætlunin var fyrst að vera með honum fyrri part dags en fjölskyldunni í fríi part úr degi en á endanum voru ég og hann bara að vinna saman allan daginn og Sveinbjörn á flandri með krakkana.“ Árið 2010 hafði Kristín Guðmundsdóttir í ART67 síðan samband við Katrínu og sagði að það væri laust fyrir eina konu hjá þeim. „Ég byrjaði á því að hugsa að ég hefði engan tíma í að fara í neitt sjálf. Væri upptekin að sinna fjölskyldunni, fyrirtækjunum, hestunum og fleira en sagði þó við hana að ég ætlaði að fá að hugsa málið aðeins og hafa samband við hana aftur,“ segir Katrín og bætir við: „Síðan hugsaði ég þetta í tíu mínútur. Hringdi aftur í Kristínu og sagði: Ókei, ég er til.“ Katrín og Sveinbjörn eignuðust tvö börn til viðbótar við að eiga sitthvort barnið sjálf þegar þau tóku saman. Þau bjuggu lengst af í Sólnesi í Norðlingarholti og voru gift í fjörtíu ár. Í Sólnesi hófst rekstur Föndurkofans á sínum tíma en það var ekki fyrr en síðar sem Katrín fór að starfa með leir. Meðal annars í kjölfar Ameríkuferðar fjölskyldunnar, þar sem Sveinbjörn hafði fundið mann af indíánaættum til að kenna Katrínu allt sem hann kunni um leirlist. Gína Þann 2.mars árið 2020 lést Gína dóttir Katrínar og Jóns. Katrín var þá stödd á Kanarí með föður sínum og vinkonu. Gína var brennd og hvílir hjá föðurömmu sinni og afa, sem Katrín segir táknrænt fyrir það góða samband sem ríkti á milli þeirra alla tíð. Það er átakanlegt að fara í gegnum sögu Gínu með Katrínu. Ég hljóp út á ströndina og að sjónum. Horfði inn í myrkrið og út á haf og öskraði úr mér lungun. Hjartað í mér brast. Sársaukinn var óbærilegur. Ég veit ekki hversu lengi ég stóð þarna. Eflaust í um þrjú korter. Ég veit bara að ég öskraði og öskraði af öllum lífsins sálarkröftum. Og grét,“ segir Katrín um viðbrögðin sín í kjölfar þess að rannsóknarlögreglumaður hringir í hana og tilkynnir henni að Gína sé látin. En þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögðin hennar. Né lýsandi fyrir það sem á eftir kom. „Ég fraus þegar að ég fékk fréttirnar. Ég er enn frosin. Ég næ einhvern veginn ekki að losa. Ég næ ekki að gráta. Það er hreinlega of sárt að fara þangað í huganum til þess að ég nái því,“ segir Katrín í einlægni þegar dótturmissirinn er ræddur. En við skulum byrja á því að heyra aðeins sögu Gínu. Hún Gína mín var rosaleg mömmustelpa og alltaf með mér. En þegar ég hugsa til baka sé ég svo vel hversu óþolinmóð ég var við hana. Enda sjálf bara barn og stundum var varla hægt að átta sig á því hvor okkar væri mamman og hvor dóttirin. Gína fékk stundum kvíðaköst og þá var eins og hún ætti erfitt með að anda. Ég vissi ekkert hvað kvíði var og í óþolinmæðinni átti ég það til að skamma hana fyrir látalætin og segja henni að hætta þessu.“ Í skóla gekk Gínu vel og lengi var Gína líka mikill bókaormur sem las bækur fram eftir morgni ef því var að skipta. „Áður en við fluttum í Sólnesið fór Gína í Hagaskóla í vesturbænum. Allar umsagnir sem við fengum að heyra frá kennurum voru þær að Gína væri bara algjört ljós. Það sem við vissum ekki fyrr en síðar er að í Hagaskóla varð hún fyrir einelti. En sagði okkur aldrei frá neinu.“ Katrín segir Gínu mikið hafa pælt í því sjálf hvaða afleiðingar geta hlotist af því þegar börn fæðast mjög mikið fyrir tímann eins og hún gerði. Gína hafi til að mynda talið líklegt að hún væri á einhverju rófi og þá jafnvel einhverfurófi sem nú er að opnast aðeins meira í umræðunni. Gína las sér líka til um að geðraskanir gætu verið algengar hjá fyrirburum síðar meir á lífsleiðinni. „Hún var sjálf sannfærð um að hún yrði ekki langlíf. Hún sagði mér það eitt sinn fyrir mörgum árum síðan. Ég kenni samt heilbrigðiskerfinu um dauðann hennar og verð bara að koma hreint fram með það,“ segir Katrín. Hvers vegna? „Gína þurfti hjálp og margbað um hjálp. Gína reyndi oftar en einu sinni að taka sitt eigið líf, skar sig á púls eða að það þurfti að dæla upp úr henni. Hjá læknum og innan heilbrigðiskerfisins mætti henni svo mikil lítilsvirðing og fordómar að ég held að fólk trúi því varla. Gína endaði því með að gefast upp á því að biðja um hjálp. Þess vegna dó hún.“ Var Gína í neyslu? „Gína ánetjaðist læknadópi. Þetta gerðist smám saman. Að mér fannst, umturnaðist hún eins og á einni nóttu sem unglingur. Mér fannst hún breytast í umskipting fljótlega eftir fermingu, fór frá því að vera þessi ljúfa stúlka yfir í ungling sem ég réði ekkert við. Og hafði enga þolinmæði eða þroska til að díla við á þeim tíma, sjálf að ala upp yngri systkinin hennar og fannst ég hafa nóg á minni könnu annað,“ segir Katrín og tekur fram að þótt hún sé með ádeilu á heilbrigðiskerfið sé hún ekki að draga úr neinni ábyrgð hjá sér eða öðrum. „Það breytir því ekki að innan heilbrigðiskerfisins eru miklir fordómar sem mæta þeim hópi fólks sem er með geðraskanir og fíknisjúkdóma og mér finnst mjög mikilvægt að þau mál séu rædd og skoðuð. Það er líka staðreynd að Gína fékk endalaust lyf uppáskrifuð hjá læknum. Aftur og aftur. Alltaf nýr og nýr lyfseðill og ég skil eiginlega ekki hvernig það er hægt. Undir lokin veit ég að hún kunni alveg að verða sér úti um oxíkontín á svörtum markaði. En í mörg ár voru það læknarnir sem gáfu henni lyfin.“ Katrín segist enn varðveita skilaboð í símanum sínum sem hún getur ekki hugsað sér að eyðileggist. Þar heyri hún rödd Gínu og haldi því í skilaboðin eins og gull. Samt eru síðustu skilaboðin hennar til mín bara Mamma getur þú ekki komið vegna þess að þeir eru ekkert að hlusta á mig ….. Enn ein ferðin á bráðamóttökuna. Enn ein tilraunin hennar til að reyna að fá hjálp.“ Katrín býr að hluta til í sólinni á Kanarí og er ánægð með hvar hún er stödd í dag. Hún segist þó meðvituð um að þurfa að vinna fyrir því að líða vel enda hafi hún alveg upplifað þá tíma að liggja í fósturstellingum af vanlíðan. Katrín segist sannfærð um að allir draumar geti orðið að veruleika séu þeir settir út í kosmóið. Suma drauma taki bara aðeins lengri tíma að rætast. Katrín er af mörgum kölluð Katra en hún er ein af listakonum gallerí ART67.Vísir/Vilhelm Þar sem sólin skín Fyrir utan listina er Katrín í hestamennsku og hefur verið um árabil. Þá syngur hún í kvennakórnum Rósirnar í Hafnarfirðinum en til margra ára hefur hún sungið í gospelkórum. „Nema þeir fari að reka mig núna því ég er alltaf í útlöndum,“ segir hún og hlær. Þegar viðtalið er tekið er Katrín einmitt stödd á Kanarí þar sem hún býr hluta árs í dag. „Ég byrjaði að fara þangað fyrir um sjö árum síðan. Og alltaf að lengja í tímanum hér. Í dag er ég hins vegar rosalega ánægð með þá stefnu sem ég tók fyrir þremur árum síðan að fara að vera hérna part úr ári og búa hér.“ Gísli faðir Katrínu er með henni og þannig hefur það oft verið í gegnum árin. „Þegar símtalið kom um Gínu fannst mér erfiðasta tilhugsunin að segja pabba fréttirnar. Enda fannst mér hann taka þeim svolítið eins og ég. Ég sá að hann fraus.“ Þá eru aðeins nokkur ár síðan fjölskyldan kvaddi Stefán, hálfbróður Katrínar en hann lést árið 2016. „Stefán var mikill einfari og ekki allra. Hann bjó á Selfossi og var ekki í miklu sambandi við neinn. En átti þó fáa en mjög góða vini. Þegar Stebbi dó var ég einmitt nýkomin heim frá Kanarí. Þá hringir hann og biður mig um að koma til sín. Hvar ertu? spurði ég og þá kom í ljós að það var nýbúið að leggja hann inn á Landspítala. Og ég man að ég hugsaði með mér: Þá er þetta alvarlegt. Fyrst hann er að biðja mig um að koma.“ Um þremur vikum síðar lést Stefán úr krabbameini. Það er svo skrýtið við sorgina að þegar að Stebbi dó, sat ég hjá honum, hélt í hendina á honum og hágrét. En með Gínu er ég enn að reyna að losa um þannig að ég geti grátið missinn betur. Margir urðu til dæmis mjög hissa á því að ég söng í jarðaför Gínu. Velta fyrir sér hvernig ég hafi getað gert það hjá minni eigin dóttur, án þess að brotna. En þetta er skýringin. Ég er of frosin til að gráta. Þetta er of sárt,“ segir Katrín en bætir við: „Hræðslan kemur samt í annarri birtingamynd. María dóttir okkar er í námi í New York þar sem hún gerir það gott. Ég sendi kannski á hana skilaboð og ef hún svarar ekki strax er ég kannski búin að hringja þrjátíu sinnum áður en hún hefur tækifæri á því. Bara upptekin í skólanum eða eitthvað álíka saklaust. En þá fer ég bara yfir um.“ Katrín segir sorgina líka persónubundna og eflaust þurfi allir að finna sína leið. „Stuttu eftir að Gína dó var ég í Hagkaup og þar var kona að selja eitthvað fyrir einver samtök sem ég heyrði að sneri að geðheilbrigði. Ég trompaðist. Sagðist sko aldeilis ekki ætla að styrkja einn eða neinn sem hefði átt að hjálpa dóttur minni. Svo reið var ég og auðvitað fékk blessuð konan bara sjokk enda alsaklaus,“ segir Katrín. Í ljós kom að umrædd kona var að safna fyrir Píeta samtökin, en þau starfa að forvörnum gegn sjálfsvígum. „Auðvitað varð ég miður mín eftir á og viðurkenndi fyrir þessari konu að ég hefði svo sannarlega viljað vita af þeim fyrr fyrir hana Gínu mína.“ Í október síðastliðnum hélt Katrín upp á sextugsafmælið sitt. Með heimsókn í nokkra daga til Vínar ásamt föður sínum, börnunum tengdabörnum. Í kjölfarið fóru hún og vinkona til Kanaríeyja, síðan til Íslands en aftur út til Kanarí í nóvember. Þar sem Katrín verður næstu mánuði, ásamt föður sínum. Það er ekki úr vegi að fá fréttir af Gísla. Manninum sem við kynntumst við lestur fyrri hluta sögu Katrínar í gær. „Pabbi er ótrúlega hress, mikill bóhem í sér og kann að njóta lífsins. 91 árs en hleypur um eins og sjötugur unglingur. Enda kalla ég hann pabbaling,“ segir Katrín og hlær. Hún segir hjónaband hans og Ingu hafa staðið í um tuttugu ár áður en þau skildu, en Inga er nú látin. Og einhverjar vinkonur hafa nú verið síðan þá segir Katrín og brosir. „Pabbi elskar að búa hér í sólinni yfir vetrarmánuðina enda yngist hann um tíu ár í hvert sinn sem hann kemur hingað. En síðan er hann heima á sumrin. Hann elskar að lesa og er ótrúlega fróður, horfir á alls kyns þætti og myndir á Netflix, hefur mikinn áhuga á list og elskar alls kyns tónlist. Að vera í kringum pabba er svo einfalt og þægilegt. Enda talar hann aldrei um annað fólk né veltir sér upp úr því hvað aðrir gera. Hann einfaldlega kann að njóta lífsins.“ En þá er að spyrjast fyrir um Katrínu sjálfa. „Það getur vel verið að fólk haldi að ég lifi einhverju glamorlífi. Eða farið auðveldar í gegnum lífsins verkefni og áföll en aðrir. Það er samt ekki svo. Ég þekki það alveg að liggja í fósturstellingunum því mér líður svo illa. Eða að vera svo lömuð í kvíðakasti í miðbænum að geta ekki hreyft mig og halda að ég væri að fá hjartaáfall og deyja. Ég er því bara eins og hver annar sem þýðir að ég geri mér grein fyrir því að til þess að mér líði vel, þarf ég að hafa fyrir því og vinna í því sjálf.“ Sérðu fyrir þér framtíðina áfram svona: Á Íslandi að hluta til en í sólinni að hluta? Já ég er alsæl með þann stað sem ég er á í lífinu í dag. Mig hafði lengi dreymt um að búa erlendis í meiri hita, en sá draumur var aldrei raunhæfur. Sannfæringin mín er hins vegar sú að ef við eigum okkur draum, þá rætist hann alltaf á endanum. Stundum tekur það drauminn kannski lengri tíma að rætast. En ef við erum búin að setja hann út í kosmóið, þá kemur hann á endanum í einhverri mynd. Og það er það sem er hjá mér núna. Ég er að lifa drauminn minn.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Sögurnar í fyrra: Vinnan og lífið Um helgar segjum við sögur í Atvinnulífinu á Vísi eða höfum gaman af því að kynnast fólki í ólíkum störfum á öðruvísi hátt en hefðbundið er. 9. janúar 2022 07:00 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Sögurnar í fyrra: Vinnan og lífið Um helgar segjum við sögur í Atvinnulífinu á Vísi eða höfum gaman af því að kynnast fólki í ólíkum störfum á öðruvísi hátt en hefðbundið er. 9. janúar 2022 07:00
„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00