Jókerinn setti upp sýningu á Jóladag | Boston vann loks leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 10:45 Þessi kann vel við sig á Jóladag. Justin Tafoya/Getty Images Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna ótrúlegan sigur Denver Nuggets á Phoenix Suns í framlengdum leik. Boston Celtics vann stórsigur á Milwaukke Bucks og Los Angeles Lakers örugglega fyrir Dallas Mavericks. Mest spennandi leikur næturinnar var án efa leikur Nuggets og Suns. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en að fjórum leikhlutum loknum var staðan jöfn, 113-113. Því þurfti að framlengja en þar reyndist topplið Vesturdeildarinnar sterkari aðilinn, Nuggets skoraði 15 stig gegn Suns og vann þriggja stiga sigur. Lokatölur 128-125 og Nuggets nú unnið 21 af 32 leikjum sínum í deildinni. Nikola Jokić var að venju frábær í liði Nuggets en átti sérstaklega góðan leik í nótt. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði 41 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar og taka 15 fráköst. Aaron Gordon skoraði 28 stig og tók 13 fráköst á meðan Jamal Murray skoraði 26 stig. Nikola. Jokic.41 PTS15 REB15 ASTNuggets OT W#NBAXmas pic.twitter.com/YnVXxOF0u1— NBA (@NBA) December 26, 2022 Devin Booker fór meiddur snemma af velli í liði Suns og hafði það án áhrif á spilamennsku gestanna. Landr Shamet endaði stigahæstur í liði Suns með 31 stig á meðan Deandre Ayton skoraði 22 og tók 16 fráköst. Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 16 stoðsendingar. Eftir slakt gengi upp á síðkastið þá sýndi Boston Celtics allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Milwaukee Bucks í nótt, lokatölur 139-118. Jayson Tatum skoraði 41 stig í liði Boston og Jaylen Brown gerði 29 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 27 stig og Jrue Holiday með 23 stig. 41 PTS7 REB5 AST3 STLWJayson Tatum delivers an #NBAXmas gift to Celtics fans. pic.twitter.com/z2jKfaTTyz— NBA (@NBA) December 26, 2022 Los Angeles Lakers byrjaði vel gegn Dallas Mavericks en í þriðja leikhluta fór allt til fjandans hjá LeBron James og félögum. Dallas skoraði 51 stig og vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 124-115. Luka Dončić skoraði 32 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Christian Wood skoraði 30 stig og Tim Hardaway Jr. skoraði 26 stig. LeBron bar af hjá Lakers með 38 stig. Russell Westbrook kom þar á eftir með 17 stig. Joel Embiid skoraði 35 stig í sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, lokatölur 119-112 76ers í vil. James Harden skoraði 29 stig í liði 76ers og gaf 13 stoðsendingar. Julius Randle var stigahæstur hjá Knicks með 35 stig. An #NBAXmas record 10 players scored 30+ points today.Joel Embiid (35 PTS)Julius Randle (35 PTS)LeBron James (38 PTS)Luka Doncic (32 PTS)Christian Wood (30 PTS)Jayson Tatum (41 PTS)Ja Morant (36 PTS)Jordan Poole (32 PTS)Nikola Jokic (41 PTS)Landry Shamet (31 PTS) pic.twitter.com/etaGp6O3mT— NBA (@NBA) December 26, 2022 Að lokum unnu meistarar Golden State Warriors góðan sigur á Memphis Grizzlies, 123-109, þó Stephen Curry væri fjarri góðu gamni. Jordan Poole skoraði 32 stig í liði Warriors og Klay Thompson 24 stig. Ja Morant var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig. Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Mest spennandi leikur næturinnar var án efa leikur Nuggets og Suns. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en að fjórum leikhlutum loknum var staðan jöfn, 113-113. Því þurfti að framlengja en þar reyndist topplið Vesturdeildarinnar sterkari aðilinn, Nuggets skoraði 15 stig gegn Suns og vann þriggja stiga sigur. Lokatölur 128-125 og Nuggets nú unnið 21 af 32 leikjum sínum í deildinni. Nikola Jokić var að venju frábær í liði Nuggets en átti sérstaklega góðan leik í nótt. Hann var með þrefalda tvennu, skoraði 41 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar og taka 15 fráköst. Aaron Gordon skoraði 28 stig og tók 13 fráköst á meðan Jamal Murray skoraði 26 stig. Nikola. Jokic.41 PTS15 REB15 ASTNuggets OT W#NBAXmas pic.twitter.com/YnVXxOF0u1— NBA (@NBA) December 26, 2022 Devin Booker fór meiddur snemma af velli í liði Suns og hafði það án áhrif á spilamennsku gestanna. Landr Shamet endaði stigahæstur í liði Suns með 31 stig á meðan Deandre Ayton skoraði 22 og tók 16 fráköst. Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 16 stoðsendingar. Eftir slakt gengi upp á síðkastið þá sýndi Boston Celtics allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Milwaukee Bucks í nótt, lokatölur 139-118. Jayson Tatum skoraði 41 stig í liði Boston og Jaylen Brown gerði 29 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo með 27 stig og Jrue Holiday með 23 stig. 41 PTS7 REB5 AST3 STLWJayson Tatum delivers an #NBAXmas gift to Celtics fans. pic.twitter.com/z2jKfaTTyz— NBA (@NBA) December 26, 2022 Los Angeles Lakers byrjaði vel gegn Dallas Mavericks en í þriðja leikhluta fór allt til fjandans hjá LeBron James og félögum. Dallas skoraði 51 stig og vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 124-115. Luka Dončić skoraði 32 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Christian Wood skoraði 30 stig og Tim Hardaway Jr. skoraði 26 stig. LeBron bar af hjá Lakers með 38 stig. Russell Westbrook kom þar á eftir með 17 stig. Joel Embiid skoraði 35 stig í sigri Philadelphia 76ers á New York Knicks, lokatölur 119-112 76ers í vil. James Harden skoraði 29 stig í liði 76ers og gaf 13 stoðsendingar. Julius Randle var stigahæstur hjá Knicks með 35 stig. An #NBAXmas record 10 players scored 30+ points today.Joel Embiid (35 PTS)Julius Randle (35 PTS)LeBron James (38 PTS)Luka Doncic (32 PTS)Christian Wood (30 PTS)Jayson Tatum (41 PTS)Ja Morant (36 PTS)Jordan Poole (32 PTS)Nikola Jokic (41 PTS)Landry Shamet (31 PTS) pic.twitter.com/etaGp6O3mT— NBA (@NBA) December 26, 2022 Að lokum unnu meistarar Golden State Warriors góðan sigur á Memphis Grizzlies, 123-109, þó Stephen Curry væri fjarri góðu gamni. Jordan Poole skoraði 32 stig í liði Warriors og Klay Thompson 24 stig. Ja Morant var stigahæstur hjá Memphis með 36 stig.
Körfubolti NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins