Sungu að Kane hefði brugðist landi sínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2022 16:00 Harry Kane í leik dagsins. Eddie Keogh/Getty Images Þegar kemur að níðsöngvum um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er ekkert heilagt. Harry Kane fékk að finna fyrir því í 2-2 jafntefli Brentford og Tottenham Hotspur í dag. Enska úrvalsdeildin sneri aftur í dag eftir 44 daga frí vegna HM í Katar. Kane var í byrjunarliði Tottenham en hann brenndi af vítaspyrnu þegar England féll úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM. Stuðningsfólk Brentford ákvað að láta Kane heyra það í leik dagsins og söng að hann hefði brugðist landi sínu. 'You let your country down' - Harry Kane brutally mocked by Brentford fans. pic.twitter.com/HPb1gRQYx6— SPORTbible (@sportbible) December 26, 2022 Það virtist sem söngvarnir hefðu áhrif á leikmenn Tottenham en heimaliðið komst 2-0 yfir áður en Kane minnkaði muninn áður en Pierre-Emile Højbjerg jafnaði metin. Kane var svo nálægt því að tryggja sigur Tottenham. Hefði skalli hans endað í netinu en ekki þverslánni hefði hið forna orðatiltæki „sá hlær best sem síðast hlær“ svo sannarlega átt við. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, tók upp hanskann fyrir Kane. Harry Kane s never let his country down. He s captain, a model pro and easily the best English striker around atm. He s just equalled Rooney s #ENG goal record of 53 (from 80 games). He also helps fund facilities and coaching for kids. Kane does a lot for his country. #BRETOT— Henry Winter (@henrywinter) December 26, 2022 „Kane hefur aldrei brugðist þjóð sinni. Hann er fyrirliði, fyrirmyndar atvinnumaður og án efa besti framherji Englands í dag. Hann er nýbúinn að jafna markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið og hjálpar til við að bæta aðstöðu og þjálfun barna. Kane gerir margt fyrir þjóð sína,“ sagði Winter á Twitter síðu sinni. Kane hefur skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Aðeins Erling Braut Håland, framherji Manchester City, hefur skorað fleiri eða 18 talsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Enska úrvalsdeildin sneri aftur í dag eftir 44 daga frí vegna HM í Katar. Kane var í byrjunarliði Tottenham en hann brenndi af vítaspyrnu þegar England féll úr leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM. Stuðningsfólk Brentford ákvað að láta Kane heyra það í leik dagsins og söng að hann hefði brugðist landi sínu. 'You let your country down' - Harry Kane brutally mocked by Brentford fans. pic.twitter.com/HPb1gRQYx6— SPORTbible (@sportbible) December 26, 2022 Það virtist sem söngvarnir hefðu áhrif á leikmenn Tottenham en heimaliðið komst 2-0 yfir áður en Kane minnkaði muninn áður en Pierre-Emile Højbjerg jafnaði metin. Kane var svo nálægt því að tryggja sigur Tottenham. Hefði skalli hans endað í netinu en ekki þverslánni hefði hið forna orðatiltæki „sá hlær best sem síðast hlær“ svo sannarlega átt við. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlandseyja, tók upp hanskann fyrir Kane. Harry Kane s never let his country down. He s captain, a model pro and easily the best English striker around atm. He s just equalled Rooney s #ENG goal record of 53 (from 80 games). He also helps fund facilities and coaching for kids. Kane does a lot for his country. #BRETOT— Henry Winter (@henrywinter) December 26, 2022 „Kane hefur aldrei brugðist þjóð sinni. Hann er fyrirliði, fyrirmyndar atvinnumaður og án efa besti framherji Englands í dag. Hann er nýbúinn að jafna markamet Wayne Rooney fyrir enska landsliðið og hjálpar til við að bæta aðstöðu og þjálfun barna. Kane gerir margt fyrir þjóð sína,“ sagði Winter á Twitter síðu sinni. Kane hefur skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Aðeins Erling Braut Håland, framherji Manchester City, hefur skorað fleiri eða 18 talsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira