Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Ólafur Björn Sverrisson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. desember 2022 19:20 Frá aðgerðum í Mýrdal í gærkvöldi. Landsbjörg Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. „Yfir helgina og í gær var þetta fyrst og fremst í Mýrdalnum, sitt hvoru megin við Vík. Þar var talsvert mikið af fólki í vandræðum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í kvöldfréttum Stöðvar 2, spurður út í hvar flest verkefnin væru. Að öllum líkindum höfðu flestir þeirra sem þurfti að sinna virt vegalokanir að vettugi, segir Jón Þór. „Vegurinn var lokaður en engu að síður var fullt af fólki þar sem þurfti að koma til aðstoðar. Jón Þór bendir einnig á að björgunarsveitarfólk hafi ekki vald til þess að meina fólki aðgangi að lokuðum vegum. „Lögreglan á Suðurlandi er eitthvað að skoða hvernig hægt væri að styrkja lokunarpóstana, því að framundan er ekkert sérstök spá og við þurfum að gera þetta almennilega svo að gestirnir okkar fari sér ekki að voða í aðstæðum sem þeir þekkja ekki.“ Landsbjörg fundaði í dag með almannavörnum til að fara yfir stöðuna. „Það er talsverð snjókoma í kortunum, það gæti orðið skafrenningur á Grindavíkurvegi, Reykjanesbraut og Suðurlandi þannig við vorum bara að fara yfir það sem gæti verið í kortunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hafa björgunarsveitir um land allt sinnt 128 aðgerðum, samanborið við 40 í fyrra. Mest hefur mætt á sveitum á Suðurlandi, en nánast allar björgunarsveitir á landinu hafa komið að þessum verkefnum. Nærri 800 félagar björgunarsveita hafa verið við störf, langmest síðustu 10 daga, eða frá kvöldi 17. Desember. Svona var umhorfs skammt frá Vík í Mýrdal í gær og í nótt.Landsbjörg Leitað að fólki á lokuðum vegi.Landsbjörg Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
„Yfir helgina og í gær var þetta fyrst og fremst í Mýrdalnum, sitt hvoru megin við Vík. Þar var talsvert mikið af fólki í vandræðum,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í kvöldfréttum Stöðvar 2, spurður út í hvar flest verkefnin væru. Að öllum líkindum höfðu flestir þeirra sem þurfti að sinna virt vegalokanir að vettugi, segir Jón Þór. „Vegurinn var lokaður en engu að síður var fullt af fólki þar sem þurfti að koma til aðstoðar. Jón Þór bendir einnig á að björgunarsveitarfólk hafi ekki vald til þess að meina fólki aðgangi að lokuðum vegum. „Lögreglan á Suðurlandi er eitthvað að skoða hvernig hægt væri að styrkja lokunarpóstana, því að framundan er ekkert sérstök spá og við þurfum að gera þetta almennilega svo að gestirnir okkar fari sér ekki að voða í aðstæðum sem þeir þekkja ekki.“ Landsbjörg fundaði í dag með almannavörnum til að fara yfir stöðuna. „Það er talsverð snjókoma í kortunum, það gæti orðið skafrenningur á Grindavíkurvegi, Reykjanesbraut og Suðurlandi þannig við vorum bara að fara yfir það sem gæti verið í kortunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hafa björgunarsveitir um land allt sinnt 128 aðgerðum, samanborið við 40 í fyrra. Mest hefur mætt á sveitum á Suðurlandi, en nánast allar björgunarsveitir á landinu hafa komið að þessum verkefnum. Nærri 800 félagar björgunarsveita hafa verið við störf, langmest síðustu 10 daga, eða frá kvöldi 17. Desember. Svona var umhorfs skammt frá Vík í Mýrdal í gær og í nótt.Landsbjörg Leitað að fólki á lokuðum vegi.Landsbjörg
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira