Segir 2022 hafa verið sitt erfiðasta ár til þessa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 18:01 Reece James meiddist enn á ný gegn Bournemouth. Visionhaus/Getty Images Reece James, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir árið 2022 vera eitt það erfiðasta sem hann hefur upplifað. Hann missti af HM í Katar vegna meiðsla og meiddist aftur í fyrsta leik Chelsea eftir HM pásuna. James leikur sem hægri bakvörður eða vængbakvörður hjá Chelsea. Talið var næsta öruggt að hann yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu í Katar en leikmaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. James meiddist hins vegar fyrir mót og missti af HM. Hann sneri til baka í byrjunarlið Chelsea þegar liðið mætti Bournemouth í gær, þriðjudag. Hann þurfti að fara af velli þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Chelsea vann leikinn 2-0 en Graham Potter, þjálfari Chelsea, hefur áhyggjur af þessum öfluga leikmanni. "Reece was playing well and he's a top player." Chelsea manager Graham Potter was happy to get back to winning ways, but Reece James early exit gives is a concern to him pic.twitter.com/4rSh0blFjd— Mirror Football (@MirrorFootball) December 28, 2022 „Þetta eru sömu meiðsli og fyrir HM svo við höfum áhyggjur. Hann fann fyrir verk en við þurfum að sjá til hversu alvarlegt þetta er. Hann var verulega vonsvikinn yfir því að komast ekki til Katar, það var mikið högg. Hann er frábær leikmaður og gæti spilað í öllum bestu liðum heims,“ sagði Potter en nú hefur verið staðfest að James verði frá í mánuð hið minnsta. James hefur tjáð sig um meiðslin á Instagram-síðu sinni: „Árið 2022 hefur verið erfiðasta ár lífs míns til þessa. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn í ár. Meiðslin hafa tekið sinn toll andlega en lífið snýst um að vinna með þá hönd sem þér hefur verið gefin og það er það sem ég er að reyna gera í dag.“ „Ég vona að lok ársins hjá ykkur séu uppfull af frið, hamingju og gleði. Elska ykkur öll, sé ykkur á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Chelsea er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 15 leikjum. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
James leikur sem hægri bakvörður eða vængbakvörður hjá Chelsea. Talið var næsta öruggt að hann yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu í Katar en leikmaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. James meiddist hins vegar fyrir mót og missti af HM. Hann sneri til baka í byrjunarlið Chelsea þegar liðið mætti Bournemouth í gær, þriðjudag. Hann þurfti að fara af velli þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Chelsea vann leikinn 2-0 en Graham Potter, þjálfari Chelsea, hefur áhyggjur af þessum öfluga leikmanni. "Reece was playing well and he's a top player." Chelsea manager Graham Potter was happy to get back to winning ways, but Reece James early exit gives is a concern to him pic.twitter.com/4rSh0blFjd— Mirror Football (@MirrorFootball) December 28, 2022 „Þetta eru sömu meiðsli og fyrir HM svo við höfum áhyggjur. Hann fann fyrir verk en við þurfum að sjá til hversu alvarlegt þetta er. Hann var verulega vonsvikinn yfir því að komast ekki til Katar, það var mikið högg. Hann er frábær leikmaður og gæti spilað í öllum bestu liðum heims,“ sagði Potter en nú hefur verið staðfest að James verði frá í mánuð hið minnsta. James hefur tjáð sig um meiðslin á Instagram-síðu sinni: „Árið 2022 hefur verið erfiðasta ár lífs míns til þessa. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn í ár. Meiðslin hafa tekið sinn toll andlega en lífið snýst um að vinna með þá hönd sem þér hefur verið gefin og það er það sem ég er að reyna gera í dag.“ „Ég vona að lok ársins hjá ykkur séu uppfull af frið, hamingju og gleði. Elska ykkur öll, sé ykkur á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Chelsea er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 15 leikjum.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26