Innlent

Óborganlegustu mistök ársins

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Það skiptust á skin og skúrir á árinu sem er að líða, eins og öll ár þar á undan auðvitað. Sumt gekk vel, eins og Einari Þorsteins í sveitarstjórnarkosningunum, en annað gekk alveg ótrúlega illa, eins og sorphirða í Reykjavík. 

Og nú ætlum við að einbeita okkur að því síðarnefnda, því sem illa fór. Mistökum ársins.

Árið hófst á bölvuðu basli í Þykkvabæ. Þar hittu menn fyrir vindmyllu sem vildi alls ekki láta fella sig. Innan borgarmarkanna gerði snjómokstur íbúum lífið leitt, leki í Hvassaleiti olli stórtjóni og sjórinn í Vesturbænum reyndist fullur af notuðum dömubindum.

Við tökum einnig fyrir kostuleg mismæli á Alþingi og óborganlegt - og ákaflega misheppnað - innbrot í Árbænum. Gjörið svo vel, mistök ársins 2022.

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×