Innlent

Fjögur stór­felld fíkni­efna­brot í nóvember

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
707 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nóvember. 
707 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nóvember.  Vísir/Vilhelm

707 hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nóvember en brotum fækkaði talsvert milli mánaða. Fjögur stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í nóvember. 

Í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóvember 2022 kemur fram að tilkynningum um þjófnað hafi fækkað töluvert, en þær voru 83 miðað við 107 í október.

Þá bárust 116 tilkynningar um ofbeldisbrot í nóvember en þeim fækkaði einnig milli mánaða. 44 tilkynningar voru varðandi heimilisofbeldi og 13 um kynferðisbrot.

Fjögur stórfelld fíkniefnabrot

16 beiðnir bárust um leit að börnum og ungmennum í nóvember.

Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða en fjögur stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í nóvember. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fækkaði á milli mánaða sem og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.

Það sem af er ári hafa verið skráð um 13 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan. 663 umferðarlagabrot voru skráð í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×