Guðrún komst fyrst íslenskra hlaupara í úrslit á Ólympíuleikum í grindahlaupi árið 2000 og er hún fjórða konan sem tekin er einn í höllina. Áður hafa frjálsíþróttakonan Vala Flosadóttir, sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir og handknattleikskonan Sigríður Sigurðardóttir verið teknar inn í höllina.
Guðrún er fædd árið 1971 og keppti fyrir Ármann. Hún var framarlega í flokki í heiminum í 400 metra grindahlaupi og árið 2000 hafnaði hún í sjöunda sæti á Ólympíuleikunum í Sydney. Að þeim leikum loknum lagði hún hlaupaskóna á hilluna, 29 ára gömul.
Guðrún á enn Íslandsmetið í 400 metra grindahlaupi, en hún setti það á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í London í ágúst árið 2000 þegar hún hljóp á 54, 37 sekúndum.