Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 23:01 Pelé fagnar með liðsfélögum sínum eftir að þriðji heimsmeistaratitillinn var í höfn árið 1970. Alessandro Sabattini/Getty Images Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Pelé lék stærstan hluta ferilsins með Santos í heimalandi sínu, Brasilíu. Hann hóf meistarafloksferil sinn hjá félaginu árið 1956, þá aðeins 15 ára gamall, eftir að Waldemar de Brito, þjálfari hans hjá unglingaliði Bauru, sagði forsvarsmönnum félagsins að Pelé ætti eftir að verða besti fótboltamaður heims. De Brito hafði svo sannarlega rétt fyrir sér því aðeins 15 ára gamall varð hann markahæsti leikmaður brasilísku deildarinnar. Aðeins tíu mánuðum eftir að atvinnumannaferillinn hófst var Pelé kallaður inn í brasilíska landsliðið. A inspiração e o amor marcaram a jornada de Rei Pelé, que faleceu no dia de hoje.Amor, amor e amor, para sempre..Inspiration and love marked the journey of King Pelé, who peacefully passed away today.Love, love and love, forever. pic.twitter.com/CP9syIdL3i— Pelé (@Pele) December 29, 2022 Pelé lék með Santos í 19 ár áður en hann færði sig yfir til Bandaríkjanna þar sem hann lauk ferlinum með New York Cosmos. Pelé er einhver allra mesti markaskorari sem fótboltaheimurinn hefur séð, en á 21 árs löngum ferli er hann sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum fyrir lands- og félagslið. Pelé er enn markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum, þó Neymar sé nú búinn að jafna metið. Landsliðsferill Pelés er í raun ótrúlegur, en hann er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur fagnað heimsmeistaratitlinum í þrígang. Það gerði hann fyrst árið 1958, aðeins 17 ára gamall. Heimsmeistaratitill númer tvö kom fjórum árum seinna, árið 1962, og sá þriðji og seinasti árið 1970. Ef fólk hefur gaman að tölfræði um fjölda marka þá er einnig vert að minnast á það á einu ári tókst Pelé að skora 126 mörk árið 1959. Pelé was one of the greatest to ever play the beautiful game. And as one of the most recognizable athletes in the world, he understood the power of sports to bring people together. Our thoughts are with his family and everyone who loved and admired him. pic.twitter.com/urGRDePaPv— Barack Obama (@BarackObama) December 29, 2022 Pelé lék sinn fyrsta leik með Santos 15 ára gamall og skoraði þá fyrsta mark liðsins í öruggum 7-1 sigri gegn Corinthians de Santo Andre. Það var hans fyrsta af 643 mörkum fyrir félagið í opinberum leikjum, en Santos vill þó meina að mörk Pelé fyrir félagið séu vel yfir þúsund talsins ef einnig eru talin mörk í sýningarleikjum sem oft voru spilaðir gegn sterkum liðum frá Evrópu. “One day, I hope we can play football together in the sky” - Pele’s message after Diego Maradona died in 2020.Enjoy your game, legends 🙏 pic.twitter.com/t0l88bpILD— GOAL (@goal) December 29, 2022 Pelé skráði nafn sitt þó fyrst almennilega á spjöld sögunnar þegar hann stal senunni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Pelé var búinn að stimpla sig inn í byrjunarlið brasilíska liðsins þegar komið var í útsláttarkeppnina þar sem hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri gegn Wales í átta liða úrslitum, þrennu gegn Frökkum í undanúrslitum og tvö í 5-2 sigri gegn gestgjöfunum frá Svíþjóð í úrslitum. Hann átti hins vegar ekki jafn stóran þátt í heimsmeistaratitli Brasilíu þegar liðið varði titilinn fjórum árum síðar. Hann skoraði magnað mark í 2-0 sigri liðsins gegn Mexíkó í fyrsta leik mótsins, en þurfti svo að fylgjast með liðsfélögum sínum verja titilinn af hliðarlínunni vegna meiðsla. The king of football has left us but his legacy will never be forgotten. RIP KING 💔👑… pic.twitter.com/F55PrcM2Ud— Kylian Mbappé (@KMbappe) December 29, 2022 Pelé fullkomnaði svo heimsmeistaraþrennuna árið 1970 og sá þá til þess að nafn hans mun alltaf birtast þegar knattspyrnusagan verður skoðuð. Pelé skoraði fyrsta mark liðsins í öruggum 4-1 sigri gegn Ítalíu í úrslitaleiknum og varð þar með fyrsti, og enn þann dag í dag eini, leikmaðurinn til að vinna þennan eftirsóttasta titil í heimsíþróttum í þrígang. Pelé, the only man to win the #FIFAWorldCup three times.A legend of our game.Rest in peace, the Eternal King. pic.twitter.com/1MS3DPxPDF— FIFA (@FIFAcom) December 29, 2022 Stjörnurnar votta goðsögninni virðingu sína Eins og sjá má ofar í greininni hafa hinar ýmsu stjörnur vottað Pelé virðingu sína á samfélagsmiðlum. Þegar hinir ýmsu miðlar eru skoðaðir má sjá að hið ótrúlegasta fólk hefur tjáð sig um fráfall einnar stærstu íþróttahetju sögunnar. Einn þeirra sem hefur vottað Pelé virðingu sína er brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar, jafn markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by NJ (@neymarjr) „Fyrir tíma Pelé var 10 bara tala. Ég hef lesið þennan frasa einhvers staðar á einhverjum tímapunkti í lífi mínu,“ ritar Neymar á Instagram-síðu sína. „En þessi fallega setning er ókláruð. Ég myndi segja að fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt. Pelé breytti því. Hann breytti fótbolta í list, í skemmtun. Hann gaf fátækum og þeldökkum rödd, en mest af öllu kom hann Brasilíu á kortið. Fótbolti og Brasilía hafa orðið stærri þökk sé kónginum.“ „Hann er farinn, en töfrar hans lifa áfram. Pelé er eilífur!“ Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, er annar sem birtir færslu um Pelé. Hann segir að allt það sem við sjáum leikmenn gera í dag hafi Pelé gert fyrstur. Everything you see any player doing, Pelé did it first. RIP ⚽️🤴🏿 pic.twitter.com/SeW0z1hQTm— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 29, 2022 Eins og áður segir hefur virðingavottunum rignt inn á samfélagsmiðla frá því að Pelé féll frá fyrr í kvöld. Það væri ómögulegt að fara að þylja þá alla upp hér, en ljóst er að allir eru sammála um það að íþróttaheimurinn er ögn fátækari eftir fráfall einnar mestu stjörnu íþróttasögunnar. Pelé will never die... Pelé is eternal, Pelé is the king, Pelé is unique... he will be immortalised in every magnificent goal, in every moment of genius, but mainly in each one of us who were inspired by him and his generation. Rest in peace my brother 🙏🏿 pic.twitter.com/zx5SPUCZPq— Cafu. (@officialcafu) December 29, 2022 Fótbolti Andlát Pele Tengdar fréttir Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Pelé lék stærstan hluta ferilsins með Santos í heimalandi sínu, Brasilíu. Hann hóf meistarafloksferil sinn hjá félaginu árið 1956, þá aðeins 15 ára gamall, eftir að Waldemar de Brito, þjálfari hans hjá unglingaliði Bauru, sagði forsvarsmönnum félagsins að Pelé ætti eftir að verða besti fótboltamaður heims. De Brito hafði svo sannarlega rétt fyrir sér því aðeins 15 ára gamall varð hann markahæsti leikmaður brasilísku deildarinnar. Aðeins tíu mánuðum eftir að atvinnumannaferillinn hófst var Pelé kallaður inn í brasilíska landsliðið. A inspiração e o amor marcaram a jornada de Rei Pelé, que faleceu no dia de hoje.Amor, amor e amor, para sempre..Inspiration and love marked the journey of King Pelé, who peacefully passed away today.Love, love and love, forever. pic.twitter.com/CP9syIdL3i— Pelé (@Pele) December 29, 2022 Pelé lék með Santos í 19 ár áður en hann færði sig yfir til Bandaríkjanna þar sem hann lauk ferlinum með New York Cosmos. Pelé er einhver allra mesti markaskorari sem fótboltaheimurinn hefur séð, en á 21 árs löngum ferli er hann sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum fyrir lands- og félagslið. Pelé er enn markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi með 77 mörk í 92 leikjum, þó Neymar sé nú búinn að jafna metið. Landsliðsferill Pelés er í raun ótrúlegur, en hann er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur fagnað heimsmeistaratitlinum í þrígang. Það gerði hann fyrst árið 1958, aðeins 17 ára gamall. Heimsmeistaratitill númer tvö kom fjórum árum seinna, árið 1962, og sá þriðji og seinasti árið 1970. Ef fólk hefur gaman að tölfræði um fjölda marka þá er einnig vert að minnast á það á einu ári tókst Pelé að skora 126 mörk árið 1959. Pelé was one of the greatest to ever play the beautiful game. And as one of the most recognizable athletes in the world, he understood the power of sports to bring people together. Our thoughts are with his family and everyone who loved and admired him. pic.twitter.com/urGRDePaPv— Barack Obama (@BarackObama) December 29, 2022 Pelé lék sinn fyrsta leik með Santos 15 ára gamall og skoraði þá fyrsta mark liðsins í öruggum 7-1 sigri gegn Corinthians de Santo Andre. Það var hans fyrsta af 643 mörkum fyrir félagið í opinberum leikjum, en Santos vill þó meina að mörk Pelé fyrir félagið séu vel yfir þúsund talsins ef einnig eru talin mörk í sýningarleikjum sem oft voru spilaðir gegn sterkum liðum frá Evrópu. “One day, I hope we can play football together in the sky” - Pele’s message after Diego Maradona died in 2020.Enjoy your game, legends 🙏 pic.twitter.com/t0l88bpILD— GOAL (@goal) December 29, 2022 Pelé skráði nafn sitt þó fyrst almennilega á spjöld sögunnar þegar hann stal senunni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1958, þá aðeins 17 ára gamall. Pelé var búinn að stimpla sig inn í byrjunarlið brasilíska liðsins þegar komið var í útsláttarkeppnina þar sem hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri gegn Wales í átta liða úrslitum, þrennu gegn Frökkum í undanúrslitum og tvö í 5-2 sigri gegn gestgjöfunum frá Svíþjóð í úrslitum. Hann átti hins vegar ekki jafn stóran þátt í heimsmeistaratitli Brasilíu þegar liðið varði titilinn fjórum árum síðar. Hann skoraði magnað mark í 2-0 sigri liðsins gegn Mexíkó í fyrsta leik mótsins, en þurfti svo að fylgjast með liðsfélögum sínum verja titilinn af hliðarlínunni vegna meiðsla. The king of football has left us but his legacy will never be forgotten. RIP KING 💔👑… pic.twitter.com/F55PrcM2Ud— Kylian Mbappé (@KMbappe) December 29, 2022 Pelé fullkomnaði svo heimsmeistaraþrennuna árið 1970 og sá þá til þess að nafn hans mun alltaf birtast þegar knattspyrnusagan verður skoðuð. Pelé skoraði fyrsta mark liðsins í öruggum 4-1 sigri gegn Ítalíu í úrslitaleiknum og varð þar með fyrsti, og enn þann dag í dag eini, leikmaðurinn til að vinna þennan eftirsóttasta titil í heimsíþróttum í þrígang. Pelé, the only man to win the #FIFAWorldCup three times.A legend of our game.Rest in peace, the Eternal King. pic.twitter.com/1MS3DPxPDF— FIFA (@FIFAcom) December 29, 2022 Stjörnurnar votta goðsögninni virðingu sína Eins og sjá má ofar í greininni hafa hinar ýmsu stjörnur vottað Pelé virðingu sína á samfélagsmiðlum. Þegar hinir ýmsu miðlar eru skoðaðir má sjá að hið ótrúlegasta fólk hefur tjáð sig um fráfall einnar stærstu íþróttahetju sögunnar. Einn þeirra sem hefur vottað Pelé virðingu sína er brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar, jafn markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by NJ (@neymarjr) „Fyrir tíma Pelé var 10 bara tala. Ég hef lesið þennan frasa einhvers staðar á einhverjum tímapunkti í lífi mínu,“ ritar Neymar á Instagram-síðu sína. „En þessi fallega setning er ókláruð. Ég myndi segja að fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt. Pelé breytti því. Hann breytti fótbolta í list, í skemmtun. Hann gaf fátækum og þeldökkum rödd, en mest af öllu kom hann Brasilíu á kortið. Fótbolti og Brasilía hafa orðið stærri þökk sé kónginum.“ „Hann er farinn, en töfrar hans lifa áfram. Pelé er eilífur!“ Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, er annar sem birtir færslu um Pelé. Hann segir að allt það sem við sjáum leikmenn gera í dag hafi Pelé gert fyrstur. Everything you see any player doing, Pelé did it first. RIP ⚽️🤴🏿 pic.twitter.com/SeW0z1hQTm— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 29, 2022 Eins og áður segir hefur virðingavottunum rignt inn á samfélagsmiðla frá því að Pelé féll frá fyrr í kvöld. Það væri ómögulegt að fara að þylja þá alla upp hér, en ljóst er að allir eru sammála um það að íþróttaheimurinn er ögn fátækari eftir fráfall einnar mestu stjörnu íþróttasögunnar. Pelé will never die... Pelé is eternal, Pelé is the king, Pelé is unique... he will be immortalised in every magnificent goal, in every moment of genius, but mainly in each one of us who were inspired by him and his generation. Rest in peace my brother 🙏🏿 pic.twitter.com/zx5SPUCZPq— Cafu. (@officialcafu) December 29, 2022
Fótbolti Andlát Pele Tengdar fréttir Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira