Hyggst heimila lögreglumönnum að bera rafvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 06:55 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst greiða fyrir rafvopnaburði lögreglu. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvopna. Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Ítarlegar reglur verða settar um þjálfun lögreglumanna og beitingu vopnanna. Frá þessu greinir ráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að efla þurfi lögregluna til að hún geti tryggt öryggi borgara landsins. Í þessu samhengi sé bæði horft til heimilda lögreglu til rannsókna og eftirlits, og varnarbúnaðar hennar. „Rafvarnarvopn munu í mörgum tilfellum nýtast við að leysa mál með minni valdbeitingu og meira öryggi fyrir lögreglumennina sjálfa og minni hættu á skaða fyrir þann sem þarf að yfirbuga en ef beitt væri öðrum valdbeitingarúrræðum,“ segir ráðherra. Þá sé mjög mikilvægt að lögreglumenn fái góða þjálfun í beitingu rafvopnanna og að þeir séu meðvitaðir um löggjöf og reglur um valdbeitingu, því alltaf sé hætta á skaða samfara valdbeitingu og notkun valdbeitingartækja. Ráðherra segir reynslu og skýrslu lögregluembætta erlendis sýna að rafvarnarvopn séu árangursríkt tól við að draga úr slysa- og meiðslahættu þegar valdi sé beitt. „Mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna“ Í Morgunblaðinu er einnig að finna viðtal við Ólaf Arnar Bragason, forstöðumann Menntaseturs lögreglunnar og fullrúa í framkvæmdastjórn Embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir umræddan búnað ekki til í landinu og að fara þurfi í útboð þegar heimild ráðherra liggur fyrir. Þá þurfi að þjálfa þá sem muni kenna lögreglumönnum að nota búnaðinn. Fyrr muni lögreglumenn ekki fara að bera rafvopn. Ólafur segir þetta munu taka um það bil hálft ár. „Þetta verður viðbót við þann búnað sem lögreglan hefur í dag. Tilkoma rafvarnarvopna mun flækja ákvarðanatöku lögreglumanna um til hvaða verkfæra þeir grípa hverju sinni. Þess vegna munu þeir þurfa þjálfun,“ segir Ólafur.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira