Jóhann Þór um mögulegar breytingar á leikmannahópnum: „Erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. desember 2022 21:00 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Það var ekki boðið upp á góðan leik fyrir hjartveika í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn og Þór Þorlákshöfn áttust við í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu 34 stig í 4. leikhluta og þurrkuðu út 20 stiga forskot Grindvíkinga eins og hendi væri veifað. Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni. Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjá meira
Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni.
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10