Innlent

Sjáðu Krydd­síld í heild sinni

Atli Ísleifsson skrifar
Sú nýbreytni var í Kryddsíldinni að þessu sinni að gestir voru í sal.
Sú nýbreytni var í Kryddsíldinni að þessu sinni að gestir voru í sal. Vísir/Hulda Margrét

Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær.

Erla Björg Gunnarsdóttir, Snorri Másson og Telma Tómasson stýrðu þættinum þar sem forystumenn flokkanna á þingi gerðu upp þetta viðburðaríka ár.

Farið var yfir stóru málin í pólitíkinni á liðnu ári, rætt um nýja skoðanakönnun og árið framundan. Þá var meðal annars farið í sérstakt hópefli þar sem allir áttu að segja eitthvað jákvætt um þann sem var þeim á hægri hönd.

Sömuleiðis var tilkynnt var um val fréttastofu Stöðva 2, Vísis og Bylgjunnar á manni ársins og þá fluttu þau Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson lag í lok þáttar.

Sjá má þáttinn í heild sinni að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×