Frábær fimleikaaðstaða á Egilsstöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 21:05 Mikil ánægja er með starf Fimleikadeildar Hattar enda eru þar mörg hundruð iðkendur að æfa fimleika meira og minna alla daga vikunnar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar. Fimleikarnir er sú íþróttagrein, sem er að slá í gegn á Egilsstöðum enda aðstaðan alveg upp á tíu í glæsilegu fimleikahúsi. Það er allta mikið líf og fjör í húsinu, krakkar út um allt að hoppa og skoppa og læra allskonar atriði, sem snúa að fimleikum. Um er að ræða börn og unglinga á öllum aldri. „Þessi deild byggist rosalega mikið á starfsemi einnar manneskju, Auðar Völu, sem býr hér rétt hjá en hún er að vísu farin í annað núna en við búum að því, sem hún hefur byggt upp hingað til. En svo erum við náttúrulega að æfa hópfimleika og við erum með krakka og iðkendur frá tveggja ára aldri og upp í meistaraflokk, svo hér er allur skalinn, bæði krakkar, sem keppa og krakkar, sem eru í áhugafimleikum,“ segir Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum, sem segir fimleika geggjaða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Hrund þennan mikla áhuga á fimleikum á svæðinu? „Fimleikar eru náttúrulega geggjaðir, ég held að það sé bara eitt og sér nóg. Þetta er gríðarlega góð og öflug deild hér, þannig að það er ekkert skrýtið.“ Iðkendur frá Hetti hafa keppt á fjölmörgum mótum hér heima og erlendis og staðið sig mjög vel. Hrund segist vera mjög stolt af starfi deildarinnar. „Já, mjög stolt enda er starfið alveg ótrúlega mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar hérna.” Um 400 iðkendur æfa hjá fimleikadeild Hattar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Fimleikar Höttur Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Fimleikarnir er sú íþróttagrein, sem er að slá í gegn á Egilsstöðum enda aðstaðan alveg upp á tíu í glæsilegu fimleikahúsi. Það er allta mikið líf og fjör í húsinu, krakkar út um allt að hoppa og skoppa og læra allskonar atriði, sem snúa að fimleikum. Um er að ræða börn og unglinga á öllum aldri. „Þessi deild byggist rosalega mikið á starfsemi einnar manneskju, Auðar Völu, sem býr hér rétt hjá en hún er að vísu farin í annað núna en við búum að því, sem hún hefur byggt upp hingað til. En svo erum við náttúrulega að æfa hópfimleika og við erum með krakka og iðkendur frá tveggja ára aldri og upp í meistaraflokk, svo hér er allur skalinn, bæði krakkar, sem keppa og krakkar, sem eru í áhugafimleikum,“ segir Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum, sem segir fimleika geggjaða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Hrund þennan mikla áhuga á fimleikum á svæðinu? „Fimleikar eru náttúrulega geggjaðir, ég held að það sé bara eitt og sér nóg. Þetta er gríðarlega góð og öflug deild hér, þannig að það er ekkert skrýtið.“ Iðkendur frá Hetti hafa keppt á fjölmörgum mótum hér heima og erlendis og staðið sig mjög vel. Hrund segist vera mjög stolt af starfi deildarinnar. „Já, mjög stolt enda er starfið alveg ótrúlega mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar hérna.” Um 400 iðkendur æfa hjá fimleikadeild Hattar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Fimleikar Höttur Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira