Körfubolti

Annáll Subway deildar karla: Valur Ís­lands­meistari eftir magnað úr­slita­ein­vígi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stuðningsfólk Vals hafði nægu að fagna árið 2022.
Stuðningsfólk Vals hafði nægu að fagna árið 2022. Vísir/Bára Dröfn

Valur varð Íslandsmeistari karla í körfubolta árið 2022. Liðið hafði aldrei orðið Íslandsmeistari síðan úrslitakeppnin var tekin upp. Liðið endaði í 3. sæti í deildinni en sýndi sínar bestu hliðar í áðurnefndri úrslitakeppni.

Njarðvík varð deildarmeistari með 34 stig líkt og þáverandi Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar. Bæði lið komust í undanúrslit en þar tapaði Njarðvík fyrir Tindastól og Þór Þ. fyrir Val. Í úrslitum mættust svo Valur og Tindastóll. Rimman var í meira lagi spennandi og allskyns bolabrögðum beitt, innan vallar sem utan.

Mögnuð rimma liðanna endaði með oddaleik að Hlíðarenda. Má segja að reynsla ákveðinna leikmanna, og þjálfara, Vals af slíkjum leikjum hafi verið það sem skildi að og Valur Íslandsmeistari karla í körfubolta árið 2022.

Vestri frá Ísafirði og Þór frá Akureyri féllu úr deildinni.

Klippa: Annáll Subway deildar karla: Valur braut blað í sögu félagsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×