Valgeir Lunddal er þarna í hópi fjörutíu spennandi leikmanna alls staðar af úr Evrópu. Til að komast á listann urðu leikmenn að vera 21 árs eða yngri í upphafi árs.
Þetta er árlegur listi hjá heimasíðu UEFA og á honum hafa verið menn eins og þeir Erling Haaland, Jamal Musiala, Rodrygo, Jude Bellingham og Mykhailo Mudryk.
Arda Güler, Xavi Simons, Gonçalo Ramos...
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 2, 2023
Players to watch out for in 2023 #UCL
Listinn er settur saman eftir samtöl við fréttamenn, sérfræðinga og ritstjóra út um alla Evrópu.
Valgeir átti mjög eftirminnilegt 2022 tímabil en hann hjálpaði þá Häcken að verða meistari í fyrsta sinn í 82 ára sögu félagsins. Hann kvaddi Ísland með því að verða Íslandsmeistari með Valsmönnum.
Valgeir er enn bara 21 árs gamall en er samt að hefja sitt þriðja tímabil í atvinnumennsku með sænska liðinu.
„Ég hef bætt mig mikið á þessu tímabili og sýni meiri yfirvegum þegar ég er með boltann,“ hefur heimasíða UEFA eftir Valgeiri.
Meðal annarra á listanum er Alejandro Garnacho hjá Manchester United, David Datro Fofana hjá Chelsea, Anthony Gordon hjá Everton og Gonçalo Ramos hjá Benfica. Það má finna allan listann hér.
Valgeir Lunddal er í íslenska landsliðshópnum í janúar þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð.