Þúsundir hitameta slegin í Evrópu yfir áramótin Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 12:08 Snjór er víð af skornum skammti í skíðabrekkum í Alpanna vegna lítillar snjókomu og óvenjulegra hlýinda. Þeim mun meira er af grænu grasi. Þessi mynd er frá Brauneck-skíðasvæðinu í Lenggries í Þýskalandi 28. desember. AP/Sven Hoppe/DPA Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum. Nýársdagur var hlýjasti janúardagur í sögu að minnsta kosti sjö Evrópulanda og var veðrið líkast vordegi, að sögn Washington Post. Í Danmörku sýndi hitamælirinn 12,6 gráður en í Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi, Hollandi, Póllandi og Tékklandi var hitinn á bilinu ellefu til tæplega tuttugu gráður. Sérstaklega þóttu næturhlýindi óvanaleg. Á sumum stöðum verður ekki einu sinni svo hlýtt að nóttu til um mitt sumar. Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingur sem fylgist með veðuröfgum, segir við bandaríska blaðið að evrópsku hlýindin nú séu „algert rugl“ og „öfgakenndasti veðurviðburður sem hafi nokkru sinni sést í evrópskri loftslagsfræði“. „Það er ekkert sem stenst þessu snúning,“ segir Herrera. Fleiri loftslags- og veðurfræðingar tóku í svipaðan streng. „Það er erfitt að skilja ákafa og útbreiðslu hlýindanna í Evrópu þessa stundina,“ tísti Scott Duncan, skoskur veðurfræðingur. The intensity and extent of warmth in Europe right now is hard to comprehend. Warsaw in Poland just smashed its January record by over 5°C. pic.twitter.com/to4Mif70Hn— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) January 1, 2023 Í Póllandi var hitamet fyrir janúardag slegið fyrir sólarupprás á nýársdagsmorgun. Þá náði hitinn 18,7 gráðum í bænum Glucholazy klukkan fjögur um nótt að staðartíma. Það er hlýrra en lægsti hiti um mitt sumar að meðaltali þar. Enn hlýrra varð eftir því sem leið á daginn. Í Bilbao í Baskalandi á norðanverðum Spáni náði hitinn 25,1 gráðu á nýársdag. Þar hefur aldrei verið hlýrra í janúar. Í Frakklandi mældist hæsti hitinn 24,8 gráður í Verdún í norðaustanverðu landinu á gamlársdag. Á landsvísu var gamlárskvöld það hlýjasta í sögunni í Frakklandi. Hlýindin eiga að láta undan þegar kalt heimskautaloft sígur niður frá norðaustri en þrátt fyrir það gera veðurspár ráð fyrir hita umfram meðallag á stórum hluta meginlandsins til 10. janúar að minnsta kosti. Skíðamenn þjóta eftir mjórri snjóræmu í um 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli í Alpabænum Villars-sur-Ollon í Sviss á gamlársdag.AP/Laurent Gillieron/Keystone Grænt gras á skíðasvæðum í lægri fjallshlíðum Í Ölpunum hefur snjókoma verið með minnsta móti og óvenjuhlýtt í veðri það sem af er vetrar. Á skíðasvæðum þar má sum staðar sjá grænt gras, mold og grjót, skíðamönnum til mæðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Anick Haldimann, veðurfræðingur hjá svissnesku veðurstofunni, segir að þaulsetið veðurkerfi hafi færst hlýtt loft frá vestri og suðvestri sem hafi þrýst upp hitanum á meginlandinu. Snjór hafi fallið í hlíðum í meira en 2.000 metra hæð en annars staðar þurfi skíðaáhugamenn að þreyja þorrann. Sömu sögu er að segja í franska hluta Alpanna. Þar hefur snjókoma verið við meðaltal ofan 2.200 metra í sunnan- og norðanverðum Ölpunum. Lægra í fjallshliðum norðanverðra Alpanna og Pýreneafjalla sé snævar saknað. Snjókoma hefur hins vegar verið með besta móti í ítölsku Dólómítunum sunnan við svissnesku Alpana. Skipuleggjendur heimsbikarsmóts í skíðum sem á að fara fram í Adelboden í Sviss eru nú með böggum hildar yfir ástandinu. Toni Hadi, mótshaldari, segir að mótið í ár fari alfarið fram á gervisnjó. „Loftslagið er að breytast aðeins en hvað eigum við að gera hér? Eigum við að stöðva lífið?“ segir hann við AP. Árið 2022 var það hlýjasta í mælingarsögunni bæði í Frakklandi og Sviss. Loftslagsmál Veður Pólland Skíðasvæði Frakkland Sviss Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Nýársdagur var hlýjasti janúardagur í sögu að minnsta kosti sjö Evrópulanda og var veðrið líkast vordegi, að sögn Washington Post. Í Danmörku sýndi hitamælirinn 12,6 gráður en í Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi, Hollandi, Póllandi og Tékklandi var hitinn á bilinu ellefu til tæplega tuttugu gráður. Sérstaklega þóttu næturhlýindi óvanaleg. Á sumum stöðum verður ekki einu sinni svo hlýtt að nóttu til um mitt sumar. Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingur sem fylgist með veðuröfgum, segir við bandaríska blaðið að evrópsku hlýindin nú séu „algert rugl“ og „öfgakenndasti veðurviðburður sem hafi nokkru sinni sést í evrópskri loftslagsfræði“. „Það er ekkert sem stenst þessu snúning,“ segir Herrera. Fleiri loftslags- og veðurfræðingar tóku í svipaðan streng. „Það er erfitt að skilja ákafa og útbreiðslu hlýindanna í Evrópu þessa stundina,“ tísti Scott Duncan, skoskur veðurfræðingur. The intensity and extent of warmth in Europe right now is hard to comprehend. Warsaw in Poland just smashed its January record by over 5°C. pic.twitter.com/to4Mif70Hn— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) January 1, 2023 Í Póllandi var hitamet fyrir janúardag slegið fyrir sólarupprás á nýársdagsmorgun. Þá náði hitinn 18,7 gráðum í bænum Glucholazy klukkan fjögur um nótt að staðartíma. Það er hlýrra en lægsti hiti um mitt sumar að meðaltali þar. Enn hlýrra varð eftir því sem leið á daginn. Í Bilbao í Baskalandi á norðanverðum Spáni náði hitinn 25,1 gráðu á nýársdag. Þar hefur aldrei verið hlýrra í janúar. Í Frakklandi mældist hæsti hitinn 24,8 gráður í Verdún í norðaustanverðu landinu á gamlársdag. Á landsvísu var gamlárskvöld það hlýjasta í sögunni í Frakklandi. Hlýindin eiga að láta undan þegar kalt heimskautaloft sígur niður frá norðaustri en þrátt fyrir það gera veðurspár ráð fyrir hita umfram meðallag á stórum hluta meginlandsins til 10. janúar að minnsta kosti. Skíðamenn þjóta eftir mjórri snjóræmu í um 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli í Alpabænum Villars-sur-Ollon í Sviss á gamlársdag.AP/Laurent Gillieron/Keystone Grænt gras á skíðasvæðum í lægri fjallshlíðum Í Ölpunum hefur snjókoma verið með minnsta móti og óvenjuhlýtt í veðri það sem af er vetrar. Á skíðasvæðum þar má sum staðar sjá grænt gras, mold og grjót, skíðamönnum til mæðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Anick Haldimann, veðurfræðingur hjá svissnesku veðurstofunni, segir að þaulsetið veðurkerfi hafi færst hlýtt loft frá vestri og suðvestri sem hafi þrýst upp hitanum á meginlandinu. Snjór hafi fallið í hlíðum í meira en 2.000 metra hæð en annars staðar þurfi skíðaáhugamenn að þreyja þorrann. Sömu sögu er að segja í franska hluta Alpanna. Þar hefur snjókoma verið við meðaltal ofan 2.200 metra í sunnan- og norðanverðum Ölpunum. Lægra í fjallshliðum norðanverðra Alpanna og Pýreneafjalla sé snævar saknað. Snjókoma hefur hins vegar verið með besta móti í ítölsku Dólómítunum sunnan við svissnesku Alpana. Skipuleggjendur heimsbikarsmóts í skíðum sem á að fara fram í Adelboden í Sviss eru nú með böggum hildar yfir ástandinu. Toni Hadi, mótshaldari, segir að mótið í ár fari alfarið fram á gervisnjó. „Loftslagið er að breytast aðeins en hvað eigum við að gera hér? Eigum við að stöðva lífið?“ segir hann við AP. Árið 2022 var það hlýjasta í mælingarsögunni bæði í Frakklandi og Sviss.
Loftslagsmál Veður Pólland Skíðasvæði Frakkland Sviss Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira