Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2023 14:56 Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos á Íslandi, segir að ástæða hækkunarinnar nú séu í raun afskaplega einföld. Dominos Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að ástæða hækkunarinnar nú sé í raun afskaplega einföld. „Það hafa verið svakalega miklar launahækkanir. Þær voru tvær á síðasta ári, fyrst í byrjun árs og svo hagvaxtaraukinn í vor. Mjög hátt hlutfall af launakostnaði okkar fellur til á kvöldin og þetta eru háar upphæðir. Og nú er gert ráð fyrir tíu prósenta hækkun á öllum töxtum. Til viðbótar eru svo miklar hækkanir á innkaupum svo okkur er ekki til setunnar boðið. Því miður,“ segir Magnús. Þriðjudagstilboð felur í sér að hægt er að koma miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum á 1.200 krónur, ef maður sækir. Mest krefjandi ár í sögu Domino's Magnús segir að síðasta ár hafi verið eitt mest krefjandi ár í sögu fyrirtækisins. Aldrei hafi þurft að fást við eins mikinn óstöðugleika í rekstrarumhverfinu og á síðustu mánuðum. „Við urðum að grípa til aðgerða nú. En það breytir því samt ekki að 1.200 krónur fyrir máltíð er alltaf góður díll, sama hvert litið er. Í langflestum tilvikum erum við hagstæðari kostur. Við erum að bjóða gott verð, en því miður þurfum við að hækka nú.“ Ekki útilokað að Megavikan hækki líka Magnús segir ljóst að ef þriðjudagstilboðið hefði fylgt verðlagi þá væri það komið í um 1.600 krónur núna og pítsa á Megaviku verið komin í um 2.200 krónur. En stendur til að hækka verð á Megavikunni, sem nú er í 1.790 krónum? „Það er ekkert hægt að útiloka það, er klárlega í skoðun, en það væri óvarlegt að fullyrða nokkuð um það,“ segir Magnús. Hann segir að nokkuð sé í næstu Megaviku hjá fyrirtækinu. Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi, segir að ástæða hækkunarinnar nú sé í raun afskaplega einföld. „Það hafa verið svakalega miklar launahækkanir. Þær voru tvær á síðasta ári, fyrst í byrjun árs og svo hagvaxtaraukinn í vor. Mjög hátt hlutfall af launakostnaði okkar fellur til á kvöldin og þetta eru háar upphæðir. Og nú er gert ráð fyrir tíu prósenta hækkun á öllum töxtum. Til viðbótar eru svo miklar hækkanir á innkaupum svo okkur er ekki til setunnar boðið. Því miður,“ segir Magnús. Þriðjudagstilboð felur í sér að hægt er að koma miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum á 1.200 krónur, ef maður sækir. Mest krefjandi ár í sögu Domino's Magnús segir að síðasta ár hafi verið eitt mest krefjandi ár í sögu fyrirtækisins. Aldrei hafi þurft að fást við eins mikinn óstöðugleika í rekstrarumhverfinu og á síðustu mánuðum. „Við urðum að grípa til aðgerða nú. En það breytir því samt ekki að 1.200 krónur fyrir máltíð er alltaf góður díll, sama hvert litið er. Í langflestum tilvikum erum við hagstæðari kostur. Við erum að bjóða gott verð, en því miður þurfum við að hækka nú.“ Ekki útilokað að Megavikan hækki líka Magnús segir ljóst að ef þriðjudagstilboðið hefði fylgt verðlagi þá væri það komið í um 1.600 krónur núna og pítsa á Megaviku verið komin í um 2.200 krónur. En stendur til að hækka verð á Megavikunni, sem nú er í 1.790 krónum? „Það er ekkert hægt að útiloka það, er klárlega í skoðun, en það væri óvarlegt að fullyrða nokkuð um það,“ segir Magnús. Hann segir að nokkuð sé í næstu Megaviku hjá fyrirtækinu.
Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Söguleg verðhækkun hjá Domino‘s Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum. 26. október 2021 13:10