Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 15:51 Vopnaður hermaður fyrir utan ríkisfangelsið í Juárez-borg þaðan sem þrjátíu fangar sluppu á nýársdag, þar á meðal alræmdur glæpaforingi. AP/Christian Chavez Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43