Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2023 19:30 Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Sigurjón Ólason Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. Gengið var frá kaupunum milli jóla og nýárs og eiga Hörður Guðmundsson og fjölskylda núna þriðjung í félaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Hörð á Reykjavíkurflugvelli í dag. „Allt hefur sinn tíma. Við erum búin að vera að huga að þessu um nokkurn tíma. Þetta hefur verið fjölskyldufyrirtæki og verður kannski að einhverju leyti áfram,“ segir Hörður. Nítján sæta skrúfuþotur af gerðinni Jetstream eru aðalflugkostur félagsins í áætlunarflugi þess til fjögurra staða innanlands. Ernir sinnir einnig leiguflugi og sjúkraflugi til útlanda.Sigurjón Ólason Eftir breytinguna á Mýflug þriðjung í Erni og aðrir fjárfestar þriðjung en Hörður segir að engin umskipti verði í rekstri félaganna. „Það er ekki verið að fara út í neina ævintýramennsku. Það er bara verið að styrkja tvö lítil flugfélög og gera þau aðeins sterkari heldur en þau kannski hafa verið. En framtíðin er nokkuð björt.“ Hörður segir að aukin hagkvæmni eigi að nást, eins og í rekstri og markaðsstarfi, en ekki sé stefnt að samruna félaganna. Mýflug er einkum í sjúkraflugi innanlands en sinnir einnig leiguflugi.Skjáskot/Stöð 2 „Nei. Mýflug er bara, eins og Ernir, lítið en öflugt félag. Við náum þarna ákveðnum samlegðaráhrifum sem er hollt fyrir bæði félögin. Þessi félög verða rekin áfram, allavega fyrst um sinn, sem bara tvö sjálfstæð félög,“ segir Hörður. Ernir er, miðað við kennitölu, elsta starfandi flugfélag landsins. Hörður stofnaði það á Ísafirði árið 1970, var sjálfur byrjaður að fljúga árið áður, og hann verður áfram forstjóri. Hörður Guðmundsson ræðir við fréttamann Stöðvar 2 í flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason -En ert þú sjálfur að setjast í helgan stein? „Nei, nei. Hvað? Það er engin ástæða til þess. Enn ungur maður og fullur starfsorku.“ -Þannig að þú verður áfram forstjóri Ernis? „Ja, kannski til að byrja með. Svo sjáum við bara til,“ svarar Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Ísafjarðarbær Þingeyjarsveit Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja á ný Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við innviðaráðuneytið um flug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Ekki hefur verið áætlunarflug milli lands og Eyja frá því að það lagðist af haustið 2020. 12. desember 2022 11:52 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugfélagið Ernir komið með 32 sæta skrúfuþotu Nýja Dornier-skrúfuþota Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Myndir frá lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Gengið var frá kaupunum milli jóla og nýárs og eiga Hörður Guðmundsson og fjölskylda núna þriðjung í félaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Hörð á Reykjavíkurflugvelli í dag. „Allt hefur sinn tíma. Við erum búin að vera að huga að þessu um nokkurn tíma. Þetta hefur verið fjölskyldufyrirtæki og verður kannski að einhverju leyti áfram,“ segir Hörður. Nítján sæta skrúfuþotur af gerðinni Jetstream eru aðalflugkostur félagsins í áætlunarflugi þess til fjögurra staða innanlands. Ernir sinnir einnig leiguflugi og sjúkraflugi til útlanda.Sigurjón Ólason Eftir breytinguna á Mýflug þriðjung í Erni og aðrir fjárfestar þriðjung en Hörður segir að engin umskipti verði í rekstri félaganna. „Það er ekki verið að fara út í neina ævintýramennsku. Það er bara verið að styrkja tvö lítil flugfélög og gera þau aðeins sterkari heldur en þau kannski hafa verið. En framtíðin er nokkuð björt.“ Hörður segir að aukin hagkvæmni eigi að nást, eins og í rekstri og markaðsstarfi, en ekki sé stefnt að samruna félaganna. Mýflug er einkum í sjúkraflugi innanlands en sinnir einnig leiguflugi.Skjáskot/Stöð 2 „Nei. Mýflug er bara, eins og Ernir, lítið en öflugt félag. Við náum þarna ákveðnum samlegðaráhrifum sem er hollt fyrir bæði félögin. Þessi félög verða rekin áfram, allavega fyrst um sinn, sem bara tvö sjálfstæð félög,“ segir Hörður. Ernir er, miðað við kennitölu, elsta starfandi flugfélag landsins. Hörður stofnaði það á Ísafirði árið 1970, var sjálfur byrjaður að fljúga árið áður, og hann verður áfram forstjóri. Hörður Guðmundsson ræðir við fréttamann Stöðvar 2 í flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli í dag.Sigurjón Ólason -En ert þú sjálfur að setjast í helgan stein? „Nei, nei. Hvað? Það er engin ástæða til þess. Enn ungur maður og fullur starfsorku.“ -Þannig að þú verður áfram forstjóri Ernis? „Ja, kannski til að byrja með. Svo sjáum við bara til,“ svarar Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Ísafjarðarbær Þingeyjarsveit Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja á ný Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við innviðaráðuneytið um flug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Ekki hefur verið áætlunarflug milli lands og Eyja frá því að það lagðist af haustið 2020. 12. desember 2022 11:52 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25 Flugfélagið Ernir komið með 32 sæta skrúfuþotu Nýja Dornier-skrúfuþota Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Myndir frá lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja á ný Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við innviðaráðuneytið um flug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Ekki hefur verið áætlunarflug milli lands og Eyja frá því að það lagðist af haustið 2020. 12. desember 2022 11:52
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust. 7. júní 2020 08:25
Flugfélagið Ernir komið með 32 sæta skrúfuþotu Nýja Dornier-skrúfuþota Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Myndir frá lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 23. maí 2018 16:30