Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Siggeir Ævarsson skrifar 4. janúar 2023 19:58 Valur - Grindavík Subway deild kvenna. vísir/vilhelm Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. Grindavík tók á móti Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld í leik sem varð mjög fljótt afskaplega lítið spennandi. Grindvíkingar fóru betur af stað og leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta og bættu tíu stigum við forskotið fyrir hálfleik. Grindvíkingar voru að spila þétta vörn og þrátt fyrir eitt og eitt klikk á köflum í skipulaginu náðu gestirnir engan veginn að nýta sér þau tækifæri en þær hittu illa í kvöld, þá sérstaklega í teignum þar sem fjölmörg góð færi fóru forgörðum. Taylor Jones var eins og skugginn af sjálfri sér, brenndi af galopnum sniðskotum trekk í trekk og tapaði sex boltum. Fjölnisliðið var -33 þær mínútur sem hún spilaði í kvöld. Sóknarlega léku Grindvíkingar við hvurn sinn fingur í kvöld, þá sérstaklega þær Elma Dautovic og Danielle Rodriguez, sem skoruðu samanlagt 46 stig, eða tæpan helming stiga Grindavíkur. Undir lok þriðja leikhluta var munurinn orðinn 30 stig og sigurinn í raun í höfn fyrir heimakonur. Þorleifur Ólafsson nýtti tækifærið og leyfði reynsluminni leikmönnum að spila, en Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis var ekki á þeim buxunum. Fjölnir rúllaði aðeins á 7 leikmönnum í kvöld og byrjunarlið þeirra kláraði leikinn og gerði það með hvelli. Fimm þristar í röð, þar af einn frá Sigrúnu Sjöfn nánast frá miðju, helmingaði forskot Grindavíkur á nokkrum mínútum. Þá tók Þorleifur leikhlé og stillti sínar konur betur af, sem lönduðu að lokum öruggum 15 stiga sigri, lokatölur 94-79. Af hverju vann Grindavík? Sóknin hjá Grindavík var beitt í kvöld en skotnýtingin utan af velli var 50% hjá þeim. Fjölniskonur virtust hreinlega ekki hafa mikla trú á verkefninu, þá sérstaklega Taylor Jones, sem var algjörlega heillum horfin. Hverjar stóðu upp úr? Dani Rodriguez fór fyrir liði Grindavíkur í kvöld, hitti vel og setti 22 stig en bætti líka við 12 stoðsendingum, 5 fráköstum og 3 stolnum boltum. Elma Dautovic var stigahæst á vellinum í kvöld með 24 stig, og reif niður 8 fráköst og stal 4 boltum. Grindvíkingar fengu líka dýrmætt framlag af bekknum frá stórskyttunni Theu Ólafíu Lucic Jónsdóttur sem var 4/7 í þristum. Urté Slavickaite var besti leikmaður Fjölnis og sú eina sem skaut boltanum af einhverri sannfæringu. Hún endaði með 15 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst gestanna með 18 stig en tók ansi mörg skot til að ná þeirra tölu. Sigrún bætti við 13 fráköstum og 4 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Taylor Jones var heillum horfin í kvöld og komst aldrei í takt við leikinn. Það var ekki að sjá að þarna væri leikmaðurinn sem leiðir lið Fjölnis í flestum tölfræðiþáttum. Hún var 4/17 utan af velli og var fyrsti leikmaðurinn sem Kristjana skipti útaf. Í leik þar sem Fjölnir keyrði aðeins á 7 leikmönnum náði Taylor ekki að klukka inn nema 29 mínútur og liðið var -33 þær mínútur, sem var afgerandi versta +/- tala kvöldsins, næsti leikmaður með -15. Hvað gerist næst? Grindavík þokast nær 4. sætinu þar sem Njarðvíkingar sitja, en næsti leikur Grindvíkinga er einmitt í Njarðvík, þann 18. janúar. Fjölnir eiga leik sama kvöld gegn botnliði ÍR, þar sem þær munu freista þess að snúa gengi liðsins við, en ÍR að sama skapi eflaust staðráðnar í að landa fyrsta sigri vetrarins. „Ég ætla að fara heim núna og hugsa minn gang“ Kristjana Eir var ekki sátt að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis þarf enn að bíða eftir skemmtilegu viðtali eftir leik til að ræða um sigurframmistöðu. Viðtal kvöldsins var í styttra lagi en Kristjana viðurkenndi að hún væri eiginlega orðlaus. Hún hafði orð á því eftir síðasta tap að liðið þyrfti að hætta að fá á sig 20 stig í leikhluta, það plan gekk ekki eftir í kvöld. „Nei, sorry ég veit að ég er ógeðslega leiðinleg, en það bara gekk ekki eftir og þú svaraðir spurningunni fyrir mig.“ Leikmenn Fjölnis voru ansi niðurlútir eftir leik og það virðist vera ansi þungur andi yfir hópnum. Kristjana var þó ekki of stressuð yfir því. „Já er það ekki eitthvað sem gott djamm lagar? Tvær vikur í næsta leik og svona.“ Ef það er hægt að taka eitthvað jákvætt útúr þessum leik þá gáfust Fjölniskonur í það minnsta ekki upp og náðu að velgja Grindvíkingum aðeins undir uggum undir lokin. En það áhlaup reyndist þó aðeins dropi í djúpt hafið sem skildi liðin að. „Nei það dugði ekki til, þetta var svona „too little, too late.“ Taylor Jones var ansi langt frá sínu besta í kvöld. „Já, ég get alveg verið sammála því. Hún var ekki þar sem ég vil helst hafa hana“ Taylor var ekki komin til landsins fyrir síðasta leik Fjölnis. Fékk hún kannski of langt jólafrí? „Ég veit það ekki, ég bara get ekki svarað þessu.“ Það var fátt um svör hjá Kristjönu í kvöld, bæði í leiknum sjálfum og í þessu viðtali. „Já ég bara er smá orðlaus. Ég ætla að fara heim núna og hugsa minn gang, hvað ég get gert til að gera liðið betra og vona að þær geri slíkt hið sama. Við erum lið, ég þori að standa og falla með þessum ákvörðunum, þær þurfa að standa og falla með þessu. Ég bara vona að við getum saman fundið einhverja lausn á þessu.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. 4. janúar 2023 21:36
Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. Grindavík tók á móti Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld í leik sem varð mjög fljótt afskaplega lítið spennandi. Grindvíkingar fóru betur af stað og leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta og bættu tíu stigum við forskotið fyrir hálfleik. Grindvíkingar voru að spila þétta vörn og þrátt fyrir eitt og eitt klikk á köflum í skipulaginu náðu gestirnir engan veginn að nýta sér þau tækifæri en þær hittu illa í kvöld, þá sérstaklega í teignum þar sem fjölmörg góð færi fóru forgörðum. Taylor Jones var eins og skugginn af sjálfri sér, brenndi af galopnum sniðskotum trekk í trekk og tapaði sex boltum. Fjölnisliðið var -33 þær mínútur sem hún spilaði í kvöld. Sóknarlega léku Grindvíkingar við hvurn sinn fingur í kvöld, þá sérstaklega þær Elma Dautovic og Danielle Rodriguez, sem skoruðu samanlagt 46 stig, eða tæpan helming stiga Grindavíkur. Undir lok þriðja leikhluta var munurinn orðinn 30 stig og sigurinn í raun í höfn fyrir heimakonur. Þorleifur Ólafsson nýtti tækifærið og leyfði reynsluminni leikmönnum að spila, en Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis var ekki á þeim buxunum. Fjölnir rúllaði aðeins á 7 leikmönnum í kvöld og byrjunarlið þeirra kláraði leikinn og gerði það með hvelli. Fimm þristar í röð, þar af einn frá Sigrúnu Sjöfn nánast frá miðju, helmingaði forskot Grindavíkur á nokkrum mínútum. Þá tók Þorleifur leikhlé og stillti sínar konur betur af, sem lönduðu að lokum öruggum 15 stiga sigri, lokatölur 94-79. Af hverju vann Grindavík? Sóknin hjá Grindavík var beitt í kvöld en skotnýtingin utan af velli var 50% hjá þeim. Fjölniskonur virtust hreinlega ekki hafa mikla trú á verkefninu, þá sérstaklega Taylor Jones, sem var algjörlega heillum horfin. Hverjar stóðu upp úr? Dani Rodriguez fór fyrir liði Grindavíkur í kvöld, hitti vel og setti 22 stig en bætti líka við 12 stoðsendingum, 5 fráköstum og 3 stolnum boltum. Elma Dautovic var stigahæst á vellinum í kvöld með 24 stig, og reif niður 8 fráköst og stal 4 boltum. Grindvíkingar fengu líka dýrmætt framlag af bekknum frá stórskyttunni Theu Ólafíu Lucic Jónsdóttur sem var 4/7 í þristum. Urté Slavickaite var besti leikmaður Fjölnis og sú eina sem skaut boltanum af einhverri sannfæringu. Hún endaði með 15 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst gestanna með 18 stig en tók ansi mörg skot til að ná þeirra tölu. Sigrún bætti við 13 fráköstum og 4 stoðsendingum. Hvað gekk illa? Taylor Jones var heillum horfin í kvöld og komst aldrei í takt við leikinn. Það var ekki að sjá að þarna væri leikmaðurinn sem leiðir lið Fjölnis í flestum tölfræðiþáttum. Hún var 4/17 utan af velli og var fyrsti leikmaðurinn sem Kristjana skipti útaf. Í leik þar sem Fjölnir keyrði aðeins á 7 leikmönnum náði Taylor ekki að klukka inn nema 29 mínútur og liðið var -33 þær mínútur, sem var afgerandi versta +/- tala kvöldsins, næsti leikmaður með -15. Hvað gerist næst? Grindavík þokast nær 4. sætinu þar sem Njarðvíkingar sitja, en næsti leikur Grindvíkinga er einmitt í Njarðvík, þann 18. janúar. Fjölnir eiga leik sama kvöld gegn botnliði ÍR, þar sem þær munu freista þess að snúa gengi liðsins við, en ÍR að sama skapi eflaust staðráðnar í að landa fyrsta sigri vetrarins. „Ég ætla að fara heim núna og hugsa minn gang“ Kristjana Eir var ekki sátt að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis þarf enn að bíða eftir skemmtilegu viðtali eftir leik til að ræða um sigurframmistöðu. Viðtal kvöldsins var í styttra lagi en Kristjana viðurkenndi að hún væri eiginlega orðlaus. Hún hafði orð á því eftir síðasta tap að liðið þyrfti að hætta að fá á sig 20 stig í leikhluta, það plan gekk ekki eftir í kvöld. „Nei, sorry ég veit að ég er ógeðslega leiðinleg, en það bara gekk ekki eftir og þú svaraðir spurningunni fyrir mig.“ Leikmenn Fjölnis voru ansi niðurlútir eftir leik og það virðist vera ansi þungur andi yfir hópnum. Kristjana var þó ekki of stressuð yfir því. „Já er það ekki eitthvað sem gott djamm lagar? Tvær vikur í næsta leik og svona.“ Ef það er hægt að taka eitthvað jákvætt útúr þessum leik þá gáfust Fjölniskonur í það minnsta ekki upp og náðu að velgja Grindvíkingum aðeins undir uggum undir lokin. En það áhlaup reyndist þó aðeins dropi í djúpt hafið sem skildi liðin að. „Nei það dugði ekki til, þetta var svona „too little, too late.“ Taylor Jones var ansi langt frá sínu besta í kvöld. „Já, ég get alveg verið sammála því. Hún var ekki þar sem ég vil helst hafa hana“ Taylor var ekki komin til landsins fyrir síðasta leik Fjölnis. Fékk hún kannski of langt jólafrí? „Ég veit það ekki, ég bara get ekki svarað þessu.“ Það var fátt um svör hjá Kristjönu í kvöld, bæði í leiknum sjálfum og í þessu viðtali. „Já ég bara er smá orðlaus. Ég ætla að fara heim núna og hugsa minn gang, hvað ég get gert til að gera liðið betra og vona að þær geri slíkt hið sama. Við erum lið, ég þori að standa og falla með þessum ákvörðunum, þær þurfa að standa og falla með þessu. Ég bara vona að við getum saman fundið einhverja lausn á þessu.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Fjölnir Tengdar fréttir Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. 4. janúar 2023 21:36
Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. 4. janúar 2023 21:36
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum