„Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 21:31 Árni Bjarnason, eftirlaunaþegi og fyrrverandi sjómaður til margra ára. Vísir/Arnar Fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins sáluga furðar sig á umdeildri orðalagsbreytingu í lögum um áhafnir skipa, sem skiptir „fiskimanni“ út fyrir „fiskara“ í nafni kynhlutleysis. Hann telur ólíklegt að fólkið að baki breytingunni hafi migið í saltan sjó. Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis. Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis.
Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira