Alberti Klahn dæmdar 26 milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 14:13 Albert Klahn Skaftason var dæmdur í tólf mánaða fangelsi á sínum tíma. Hann var sýknaður við endurupptöku málsins löngu síðar. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Alberti Klahn Skaftasyni, sakborningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, 26 milljónir króna í miskabætur. Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu.
Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira