„Vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 09:01 Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, körfuboltadómari, lagði flautuna á hilluna í síðasta mánuði. Ástæðan er svívirðingar, dónaskapur og persónuníð. Formaður dómaranefndar KKÍ, Jón Bender, segir starfsumhverfið óboðlegt og undanskilur ekki yngri flokka. „Það er mjög erfitt að vera dómari í dag og hefur bara jafnvel versnað eftir Covid,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2. „Það eru ekki bara körfuboltadómarar sem finna fyrir þessu, heldur aðrir dómarar líka í öðrum íþróttum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ „Fyrir framhaldið getur þetta haft þá þýðingu að það verði erfiðara að fá nýliða í dómgæslu og það viljum við ekki sjá. Það hefur verið nógu erfitt fyrir. Þannig að við þurfum að bæta umhverfið og fá alla þá aðstoð sem við getum til þess að halda áfram að fjölga og gera starfsumhverfið betra.“ Þá segir Jón að félögin beri að einhverju leyti ábyrgð á málum sem þessum. „Já, að einhverju leyti. Það er kannski ekki alfarið þeirra, en þau stýra ekki alveg hverjir koma í húsin. En vissulega þurfa þau að hjálpa okkur að hafa þetta eins og þetta á að vera. Og ekki bara félögin, heldur sérsamböndin og aðrir.“ Jón segir enn fremur að staðan hafi versnað á undanförnum árum. „Klárlega. Eins og ég segi þá held ég að þetta hafi versnað eftir Covid og í Covid. Maður sér það líka bara almennt í samfélaginu.“ Jóni þykir sérstaklega slæmt að heyra þegar fólk svívirðir dómara persónulega. „Já og persónulegum. Og það er það sem er slæmt. Það er eitt að púa á dómarann, en það er annað að nota persónulegar svívirðingar.“ Þá segist Jón sem betur fer ekki vita til þess að fleiri dómarar séu að íhuga að leggja flautuna á hilluna. „Sem betur fer veit ég ekki af því enn þá, en þetta er allt brothætt. Vonandi verður það ekki og vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli.“ Viðtalið við Jón í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jón Bender, formaður KKDÍ. Subway-deild karla Tengdar fréttir Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
„Það er mjög erfitt að vera dómari í dag og hefur bara jafnvel versnað eftir Covid,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2. „Það eru ekki bara körfuboltadómarar sem finna fyrir þessu, heldur aðrir dómarar líka í öðrum íþróttum og þetta er eitthvað sem þarf að laga.“ „Fyrir framhaldið getur þetta haft þá þýðingu að það verði erfiðara að fá nýliða í dómgæslu og það viljum við ekki sjá. Það hefur verið nógu erfitt fyrir. Þannig að við þurfum að bæta umhverfið og fá alla þá aðstoð sem við getum til þess að halda áfram að fjölga og gera starfsumhverfið betra.“ Þá segir Jón að félögin beri að einhverju leyti ábyrgð á málum sem þessum. „Já, að einhverju leyti. Það er kannski ekki alfarið þeirra, en þau stýra ekki alveg hverjir koma í húsin. En vissulega þurfa þau að hjálpa okkur að hafa þetta eins og þetta á að vera. Og ekki bara félögin, heldur sérsamböndin og aðrir.“ Jón segir enn fremur að staðan hafi versnað á undanförnum árum. „Klárlega. Eins og ég segi þá held ég að þetta hafi versnað eftir Covid og í Covid. Maður sér það líka bara almennt í samfélaginu.“ Jóni þykir sérstaklega slæmt að heyra þegar fólk svívirðir dómara persónulega. „Já og persónulegum. Og það er það sem er slæmt. Það er eitt að púa á dómarann, en það er annað að nota persónulegar svívirðingar.“ Þá segist Jón sem betur fer ekki vita til þess að fleiri dómarar séu að íhuga að leggja flautuna á hilluna. „Sem betur fer veit ég ekki af því enn þá, en þetta er allt brothætt. Vonandi verður það ekki og vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli.“ Viðtalið við Jón í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jón Bender, formaður KKDÍ.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. 5. janúar 2023 18:00