Fótbolti

Liverpool verður án Van Dijk í rúman mánuð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Virgil van Dijk verður frá keppni í rúman mánuð.
Virgil van Dijk verður frá keppni í rúman mánuð. Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þarf að reiða sig af án hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk í meira en mánuð eftir að leikmaðurinn meiddist aftan á læri í 3-1 tapi liðsins gegn Brentford síðastliðinn mánudag.

Þetta staðfesti Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool gegn Wolves í FA-bikarnum í dag. Van Dijk fór af velli í hálfleik gegn Brentford, en þessi 31 árs gamli varnarmaður hefur komið við sögu í öllum deildarleikjum Liverpool á tímabilinu.

„Þetta kom okkur á óvart og er auðvitað mjög slæmt fyrir okkur,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum.

„Við erum að tala um einhverjar vikur, meira en mánuð. Þetta eru vöðvameiðsli, ekkert meira um það að segja. Hann tók einum sprett of mikið á þessu augnabliki.“

„Þetta er mjög erfitt fyrir Virgil, en hann er búinn að spila ótrúlegt magn af leikjum á undanförnum árum og nú getum við ekki notað hann á vellinum, bara utan vallar og við munum gera það.“

„Hann hefur aldrei áður lent í svona vöðvameiðslum og þetta bara gerðist. Svona er þetta. Við gerðum ekkert öðruvísi,“ saðgi Klopp að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×