Fótbolti

Spænsku meisturunum mistókst að endurheimta toppsætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gerard Moreno tryggði heimamönnum sigurinn.
Gerard Moreno tryggði heimamönnum sigurinn. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Spænska stórveldið Real Madrid mátti þola óvænt 2-1 tap er liðið heimsótti Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Madrídingar eru eins og svo oft áður í harðri baráttu við Barcelona um spænska meistaratitilinn, og stig í dag hefði komið liðinu í það minnsta tímabundið á toppinn.

Yeremy Pino kom heimamönnum í Villarreal í forystu snemma í síðari hálfleik áður en Karim Benzema jafnaði metin af vítapunktinum eftir klukkutíma leik.

Það var hins vegar Gerard Moreno sem tryggði heimamönnum stigin þrjú með marki af vítapunktinum þremur mínútum síðar og niðurstaðan því 2-1 sigur Villarreal.

Real Madrid situr því enn í öðru sæti deildarinnar með 38 stig, jafn mörg og Barcelona, en Madrídingar hafa leikið einum leik meira. Villarreal situr hins vegar í fimmta sæti með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×