Fótbolti

Fyrrum leikmaður Arsenal handtekinn með kókaín að andvirði 4.000 punda

Atli Arason skrifar
Anthony Stokes var samningsbundinn Arsenal frá 2005-2007.
Anthony Stokes var samningsbundinn Arsenal frá 2005-2007. Getty Images

Anthony Stokes, fyrrum framherji Arsenal og Celtic var handtekinn s.l. föstudag í Dublin á Írlandi eftir bílaeftirleik þar sem hann reyndi að stinga lögregluna af.

Stokes, ásamt öðrum ónefndum félaga sínum, reyndu að stinga lögregluna af á hlaupum eftir að bíll þeirra var króaður af. Lögreglu tókst þó að handsama báða menn og fundu síðar kókaín að andvirði 4.000 punda í bíl Stokes.

„Lögreglan handtók tvo menn á fertugsaldri á föstudeginum í kjölfar háskalegs aksturslags. Mikið magn eiturlyfja fundust í ökutækinu,“ segir í tilkynningu írsku lögreglunnar. 

Breskir miðlar greina frá því að Stokes hafi verið ökumaðurinn sem um ræðir. Stokes er einnig eftirlýstur í Skotlandi fyrir að mæta ekki í réttarhöld eftir að hafa verið ákærður fyrir að áreita fyrrverandi kærustu sína.

Stokes var í tvö ár hjá Arsenal, frá 2005-2007 áður en hann lék m.a. fyrir Sunderland, Sheffield United, Crystal Palace, Blackburn og Celtic. Þá lék hann 9 landsleiki fyrir Írland á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×