Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að bifreiðar hafi runnið hver á aðra í hálkunni þegar ökumenn hafa mæst á illa ruddum götum. Búast megi við að ástandið breytist lítið næstu daga vegna þess að engin hláka sé í kortunum.
Lögreglan hvetur vegfarendur til að fara varlega og taka tillit hver til annars.