United búið að ná samkomulagi við Burnley en þurfa enn að bíða Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 23:15 Wout Weghorst vill fara til United en fyrst þarf Besiktas að samþykkja að rifta lánssamningi við Burnley. Vísir/Getty Það verður sífellt líklegra að Hollendingurinn Wout Weghorst gangi til liðs við Manchester United. Samkomulag er í höfn á milli United og Burnley en Besiktas mun eiga síðasta orðið. Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag. Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Hollendingurinn Wout Weghorst er á óskalista hjá landa sínum Erik Ten Hag þjálfara Manchester United. Weghorst gerði vel með hollenska landsliðinu á HM í Katar og skoraði meðal annars bæði mörk þess gegn Argentínu í átta liða úrslitunum. Skysports greinir frá því að United hafi nú þegar náð samkomulagi við Burnley sem Weghorst er samningsbundinn. Það flækir hins vegar málið að Weghorst er á láni hjá tyrknesku risunum í Besiktas sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Hollendinginn. Ganga þarf fá félagaskiptunum í síðasta lagi á föstudag eigi Weghorst að vera gjaldgengur í leik United gegn nágrönnum sínum í Manchester City um helgina. Besiktas þarf að samþykkja að rifta lánssamningnum við Burnley svo félagaskiptin geti gengið í gegn. Samkvæmt Skysports vill Weghorst sjálfur ganga til liðs við enska stórliðið. Íþróttastjóri Besiktas, Ceyhun Kazanci, segir að enginn samningur verði gerður nema Besiktas fái eitthvað fyrir sinn snúð. Að öðrum kosti verði hann í Tyrklandi út tímabilið. „Sú staðhæfing um að einhvers konar klásúla sé í samningnum um að Weghorst geti farið ef við fáum tilboð upp á 2,5 milljónir evra frá liði í ensku úrvalsdeildinni er algjörlega röng,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska félagsins. „Frumkvæðið hvað varðar Wout Weghorst er algjörlega í höndum Besiktas,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Weghorst hefur skorað níu mörk í átján leikjum fyrir Besiktas á tímabilinu og skoraði sigurmarkið í leik liðsins gegn Kasimpasa á laugardaginn. Eftir markið virtist hann vinka til stuðningsmanna líkt og hann væri að kveðja, eitthvað sem fór ekki vel í þjálfara liðsins Senol Gunes. „Weghorst er mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það er ekki nóg að veifa stúkunni, hann þarf líka að tala við félagið. Ég hef heyrt af þessum orðrómi en það er ekkert ákveðið. Ég mynda mér skoðun á þessu þegar ég er búinn að tala bæði við hann [Weghorst] og félagið,“ sagði Gunes eftir sigur Besiktas á laugardag.
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira