Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans Snorri Másson skrifar 14. janúar 2023 14:22 Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni. Þegar fjallað var um myndband Lambrecht í Íslandi í dag í vikunni hafði enn ekki verið greint frá yfirvofandi afsögn hennar. Nú segir Süddeutsche Zeitung að Lambrecht sé á útleið – og það ekki aðeins vegna myndbandsins, heldur einnig vegna lakrar frammistöðu. Myndbandið má sjá í innslaginu hér að ofan á fyrstu mínútu. Lambrecht óskaði stuðningsmönnum sínum og Þjóðverjum öllum gleðilegs nýs árs í myndbandsávarpi á Instagram undir flugeldagný. Það sem helst þykir misheppnað í myndbandinu er að á sama tíma og heyra má sakleysislegar flugeldasprengjur dynja í bakgrunninum, vísar Lambrecht til stríðsins í Úkraínu, þar sem sambærileg hljóð eru auðvitað spurning um líf og dauða. Christine Lambrecht er þrautreyndur stjórnmálamaður úr flokki þýskra Sósíaldemókrata og hefur verið varnarmálaráðherra í samsteypustjórn Olaf Scholz frá því að hún var mynduð árið 2021.Instagram Um leið beinist gagnrýnin að inntaki ávarpsins: „Þvílíkt ár, árið 2022,“ segir ráðherrann, „það hefur fært okkur ótrúlegar áskoranir. Í miðri Evrópu geisar styrjöld. Í tengslum við styrjöldina varð ég fyrir margvíslegum hughrifum, ég fékk að hitta alls konar áhugavert og flott fólk og fyrir það er ég hjartanlega þakklát.“ Að vekja helst athygli á þeim persónulegu kynnum sem hún hafi haft af áhugaverðum persónum í tengslum við styrjöldina hefur verið sagt ósmekklegt af hálfu ráðherrans - og að það geri lítið úr alvöru málsins. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12. janúar 2023 12:36 Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01 „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. 13. janúar 2023 09:01 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Þegar fjallað var um myndband Lambrecht í Íslandi í dag í vikunni hafði enn ekki verið greint frá yfirvofandi afsögn hennar. Nú segir Süddeutsche Zeitung að Lambrecht sé á útleið – og það ekki aðeins vegna myndbandsins, heldur einnig vegna lakrar frammistöðu. Myndbandið má sjá í innslaginu hér að ofan á fyrstu mínútu. Lambrecht óskaði stuðningsmönnum sínum og Þjóðverjum öllum gleðilegs nýs árs í myndbandsávarpi á Instagram undir flugeldagný. Það sem helst þykir misheppnað í myndbandinu er að á sama tíma og heyra má sakleysislegar flugeldasprengjur dynja í bakgrunninum, vísar Lambrecht til stríðsins í Úkraínu, þar sem sambærileg hljóð eru auðvitað spurning um líf og dauða. Christine Lambrecht er þrautreyndur stjórnmálamaður úr flokki þýskra Sósíaldemókrata og hefur verið varnarmálaráðherra í samsteypustjórn Olaf Scholz frá því að hún var mynduð árið 2021.Instagram Um leið beinist gagnrýnin að inntaki ávarpsins: „Þvílíkt ár, árið 2022,“ segir ráðherrann, „það hefur fært okkur ótrúlegar áskoranir. Í miðri Evrópu geisar styrjöld. Í tengslum við styrjöldina varð ég fyrir margvíslegum hughrifum, ég fékk að hitta alls konar áhugavert og flott fólk og fyrir það er ég hjartanlega þakklát.“ Að vekja helst athygli á þeim persónulegu kynnum sem hún hafi haft af áhugaverðum persónum í tengslum við styrjöldina hefur verið sagt ósmekklegt af hálfu ráðherrans - og að það geri lítið úr alvöru málsins.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12. janúar 2023 12:36 Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01 „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. 13. janúar 2023 09:01 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12. janúar 2023 12:36
Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01
„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. 13. janúar 2023 09:01