Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 20:30 Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“ Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira