„Við spiluðum ekki sérstaklega vel sóknarlega, skorum 30 mörk en vörnin og markvarslan fín. Ekki alveg það sem við bjuggumst við fyrir mót sem er bara jákvætt, bara frábært. Það er gríðarlegur léttir að vera búnir að vinna fyrsta leik.“
„Portúgal eru svolítið þannig, þannig stíll. Maður hefur aldrei slæma tilfinningu gegn þeim en svo lítur maður á klukkuna og það er bara eitt mark á milli eða jafnt. Þeir gerðu vel varnarlega, var ekki óþægilegt en það er stórhættulegt að verða værukær gegn Portúgal,“ sagði Aron um fyrri hálfleikinn.
„Klikkaði á skotum, átti að taka alla sénsana sem ég tók nema kannski einn. Var góðu í vörn, annað fínt. Er sáttur með að það sé vandamálið en ekki annað. Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik,“ sagði Aron og glotti áður en hann staðfesti í lokin að skrokkurinn væri góður og hann væri meira en klár í næsta leik.