Tvær milljónir manna vildu miða á fyrsta leik Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 17:30 Það vilja mjög margir sjá Cristiano Ronaldo spila í Sádí Arabíu og hann gæti þar spilað á móti Lionel Messi. AP/Amr Nabil Cristiano Ronaldo mun spila fyrsta leikinn sinn á Arabíuskaganum þegar Al Nassr mætir franska félaginu Paris Saint Germain í vináttuleik í næstu viku. Það er óhætt að segja að það sé áhugi á leiknum í Sádí Arabíu. Ronaldo skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr um áramótin þar sem hann fær tíu milljarða íslenskra króna í árslaun. Over 2 million people requested tickets to witness Cristiano Ronaldo's first game in Saudi Arabia against PSG, sources have told ESPN pic.twitter.com/wLeIPoP57P— ESPN FC (@ESPNFC) January 12, 2023 Samningurinn var undirritaður fyrir áramót en Ronaldo hefur þegar misst af leikjum Al Nassr af því að hann þurfti að taka út leikbann síðan hann spilaði með Manchester United á Englandi. Ronaldo fékk bannið fyrir að slá síma úr hendi stuðningsmann á leið sinni til búningsklefa á leik á móti Everton á síðasta tímabili. Ronaldo missir líka af næsta leik Al Nassr sem er deildarleikur á móti Al Shabab á laugardaginn. Fyrsti leikur Ronaldo verður því þessi æfingarleikur við PSG 19. janúar næstkomandi. Þetta er ekki bara lið Al Nassr heldur úrvalslið frá Al Nassr og meistaraliði Al Hilal. Ronaldo's Saudi debut sees 2m online queue for tickets https://t.co/OgXOJXB6GX— Mark Ogden (@MarkOgden_) January 12, 2023 Það væri vissulega gaman að sjá hann mæta þar köppum eins og þeim Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar en ekki er víst hvort að þeir taki allir þátt í leiknum. ESPN segir frá því að tvær milljónir manna vildu frá miða á leikinn þegar netsalan hófst. Leikurinn við PSG fer fram á 68 þúsund manna leikvanginum sem er nefndur eftir Fahd kóngi og er í höfuðborginni Riyadh. Það seldist upp á leikinn á nokkrum mínútum. Tvær milljónir voru um tíma að bíða í röð á netinu eftir að geta keypt miða og áhuginn því rosalegur. Ronaldo og Messi hafa mæst 36 sinnum á ferlinum með félagið eða landsliði. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo ellefu. Messi hefur líka skorað 22 mörk á móti 21 frá Ronaldo. Þessi markatala um þó ekki breytast í opinberum göngum því leikurinn er titlaður sem vináttuleikur en ekki keppnisleikur. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Ronaldo skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr um áramótin þar sem hann fær tíu milljarða íslenskra króna í árslaun. Over 2 million people requested tickets to witness Cristiano Ronaldo's first game in Saudi Arabia against PSG, sources have told ESPN pic.twitter.com/wLeIPoP57P— ESPN FC (@ESPNFC) January 12, 2023 Samningurinn var undirritaður fyrir áramót en Ronaldo hefur þegar misst af leikjum Al Nassr af því að hann þurfti að taka út leikbann síðan hann spilaði með Manchester United á Englandi. Ronaldo fékk bannið fyrir að slá síma úr hendi stuðningsmann á leið sinni til búningsklefa á leik á móti Everton á síðasta tímabili. Ronaldo missir líka af næsta leik Al Nassr sem er deildarleikur á móti Al Shabab á laugardaginn. Fyrsti leikur Ronaldo verður því þessi æfingarleikur við PSG 19. janúar næstkomandi. Þetta er ekki bara lið Al Nassr heldur úrvalslið frá Al Nassr og meistaraliði Al Hilal. Ronaldo's Saudi debut sees 2m online queue for tickets https://t.co/OgXOJXB6GX— Mark Ogden (@MarkOgden_) January 12, 2023 Það væri vissulega gaman að sjá hann mæta þar köppum eins og þeim Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar en ekki er víst hvort að þeir taki allir þátt í leiknum. ESPN segir frá því að tvær milljónir manna vildu frá miða á leikinn þegar netsalan hófst. Leikurinn við PSG fer fram á 68 þúsund manna leikvanginum sem er nefndur eftir Fahd kóngi og er í höfuðborginni Riyadh. Það seldist upp á leikinn á nokkrum mínútum. Tvær milljónir voru um tíma að bíða í röð á netinu eftir að geta keypt miða og áhuginn því rosalegur. Ronaldo og Messi hafa mæst 36 sinnum á ferlinum með félagið eða landsliði. Messi hefur unnið sextán leiki en Ronaldo ellefu. Messi hefur líka skorað 22 mörk á móti 21 frá Ronaldo. Þessi markatala um þó ekki breytast í opinberum göngum því leikurinn er titlaður sem vináttuleikur en ekki keppnisleikur.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira