Shakira lætur Pique heyra það í nýju lagi Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2023 14:19 Shakira og Gerard Pique árið 2016. Getty Kólumbíska tónlistarkonan Shakira lætur fyrrverandi eiginmann sinn, knattspyrnumanninn Gerard Pique, heyra það í nýju lagi sem kom út í gær. Hjónin fyrrverandi skildu í sumar eftir ellefu ára hjónaband þegar upp komst um framhjáhald Pique. Shakira er ein vinsælasta tónlistarkona heims og kynntist hún Pique þegar hún gerði lagið Waka Waka fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010. Pique spilaði á mótinu með Spánverjum og sigraði mótið. Saman eiga þau tvö börn, Milan og Sasha. Saman bjuggu þau í Barcelona þar sem Pique spilaði fótbolta en árið 2018 var Shakira ákærð fyrir stórfelld skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld þar sögðu hana skulda fjórtán og hálfa milljónir evra, 2,1 milljarða íslenskra króna. Málið fór fyrir dómstóla í sumar en stuttu fyrir það höfðu þau hjónin skilið. Ástæðan er sögð vera framhjáhald Pique. Talið er að hjásvæfa hans sé hin 22 ára gamla Clara Chia Marti sem starfaði fyrir framleiðslufyrirtækið Kosmos sem er í eigu Pique. Í gær gaf Shakira út lag ásamt tónlistarframleiðandanum Bizarrap. Lagið ber ekki neitt nafn en fjallar um Pique og gjörðir hans. Í laginu syngur Shakira um það að Pique hafi ekki verið til staðar þegar hún þurfti hvað mest á honum að halda. Hún segist aldrei ætla að byrja aftur með honum enda sé hann ekki neitt samanborið við hana. Lagið er afar valdeflandi. „Þú fórst frá mér með móður þína sem nágranna þinn, fjölmiðla í dyragættinni og skuld við ríkissjóð. Þú hélst að þú myndir særa mig en þú gerðir mig sterkari. Konur eru hættar að gráta, konur fá núna borgað,“ er meðal þess sem Shakira syngur í laginu. Þá óskar hún Pique góðs gengis með nýju konunni en vill þó ekki meina að hann hafi verið að gera góð skipti. Hún sé sjálf virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ syngur Shakira. Lagið hefur strax slegið rækilega í gegn og á þeim sólarhring síðan það kom út hafa 65 milljónir manna hlustað á það á YouTube. Þá hafa 5,4 milljónir manna líkað við myndbandið og 330 þúsund skrifað ummæli. Tónlist Ástin og lífið Fótbolti Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Shakira er ein vinsælasta tónlistarkona heims og kynntist hún Pique þegar hún gerði lagið Waka Waka fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010. Pique spilaði á mótinu með Spánverjum og sigraði mótið. Saman eiga þau tvö börn, Milan og Sasha. Saman bjuggu þau í Barcelona þar sem Pique spilaði fótbolta en árið 2018 var Shakira ákærð fyrir stórfelld skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld þar sögðu hana skulda fjórtán og hálfa milljónir evra, 2,1 milljarða íslenskra króna. Málið fór fyrir dómstóla í sumar en stuttu fyrir það höfðu þau hjónin skilið. Ástæðan er sögð vera framhjáhald Pique. Talið er að hjásvæfa hans sé hin 22 ára gamla Clara Chia Marti sem starfaði fyrir framleiðslufyrirtækið Kosmos sem er í eigu Pique. Í gær gaf Shakira út lag ásamt tónlistarframleiðandanum Bizarrap. Lagið ber ekki neitt nafn en fjallar um Pique og gjörðir hans. Í laginu syngur Shakira um það að Pique hafi ekki verið til staðar þegar hún þurfti hvað mest á honum að halda. Hún segist aldrei ætla að byrja aftur með honum enda sé hann ekki neitt samanborið við hana. Lagið er afar valdeflandi. „Þú fórst frá mér með móður þína sem nágranna þinn, fjölmiðla í dyragættinni og skuld við ríkissjóð. Þú hélst að þú myndir særa mig en þú gerðir mig sterkari. Konur eru hættar að gráta, konur fá núna borgað,“ er meðal þess sem Shakira syngur í laginu. Þá óskar hún Pique góðs gengis með nýju konunni en vill þó ekki meina að hann hafi verið að gera góð skipti. Hún sé sjálf virði tveggja 22 ára stelpna. „Þú skiptir Ferrari út fyrir Twingo. Þú skiptir Rolex-úri fyrir Casio-úr,“ syngur Shakira. Lagið hefur strax slegið rækilega í gegn og á þeim sólarhring síðan það kom út hafa 65 milljónir manna hlustað á það á YouTube. Þá hafa 5,4 milljónir manna líkað við myndbandið og 330 þúsund skrifað ummæli.
Tónlist Ástin og lífið Fótbolti Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira