Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. janúar 2023 15:50 Tónlistarkonan Nanna Bryndís gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag. Angela Ricciardi Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. „Godzilla varð til þegar ég var að dunda mér með gítarinn seint að vetrarkvöldi,“ segir Nanna. Hún segir innblásturinn að textanum hafa komið úr gömlu Godzilla myndunum. „Ég fann einhverja tengingu þar og fann til með þessu risa skrímsli á skjánum. Þrátt fyrir að Godzilla rústi öllu í kringum sig fannst mér eins og það ætli sér ekki að vera vont og vilji einfaldlega fá að tilheyra þessum heimi.“ Hún segir lagið því fjalla um það að upplifa sjálfan sig eins og skrímsli og þá tilfinningu að eiga einhvern að þegar maður hefur sett allt á hvolf. View this post on Instagram A post shared by NaNNa (@nannabh) Lagið var tekið upp í húsi Nönnu í sveitinni. Þar ríkir mikil kyrrð sem veitir Nönnu mikinn innblástur. „Ég, Bjarni Þór Jensson og Ragnar Þórhallsson settum upp pop-up stúdíó og eyddum þarna tíma saman í sveitinni. Markmiðið var að fanga hlýjuna og værðina og gleyma sér ekki um of í leit að fullkomnun,” segir Nanna. Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið sem var tekið upp í lok sumars. Myndbandið endurspeglar texta lagsins og fangar á næman hátt þá ljúfsáru tilfinningu að aftengjast hversdagsleikanum á fjölförnum stöðum. Nanna Bryndís verður fyrsti viðmælandi í nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hefja göngu sína á sunnudaginn. Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
„Godzilla varð til þegar ég var að dunda mér með gítarinn seint að vetrarkvöldi,“ segir Nanna. Hún segir innblásturinn að textanum hafa komið úr gömlu Godzilla myndunum. „Ég fann einhverja tengingu þar og fann til með þessu risa skrímsli á skjánum. Þrátt fyrir að Godzilla rústi öllu í kringum sig fannst mér eins og það ætli sér ekki að vera vont og vilji einfaldlega fá að tilheyra þessum heimi.“ Hún segir lagið því fjalla um það að upplifa sjálfan sig eins og skrímsli og þá tilfinningu að eiga einhvern að þegar maður hefur sett allt á hvolf. View this post on Instagram A post shared by NaNNa (@nannabh) Lagið var tekið upp í húsi Nönnu í sveitinni. Þar ríkir mikil kyrrð sem veitir Nönnu mikinn innblástur. „Ég, Bjarni Þór Jensson og Ragnar Þórhallsson settum upp pop-up stúdíó og eyddum þarna tíma saman í sveitinni. Markmiðið var að fanga hlýjuna og værðina og gleyma sér ekki um of í leit að fullkomnun,” segir Nanna. Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið sem var tekið upp í lok sumars. Myndbandið endurspeglar texta lagsins og fangar á næman hátt þá ljúfsáru tilfinningu að aftengjast hversdagsleikanum á fjölförnum stöðum. Nanna Bryndís verður fyrsti viðmælandi í nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hefja göngu sína á sunnudaginn.
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira