Man United skuldar öðrum félögum rúmlega 53 milljarða króna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2023 08:01 Man United keypti Casemiro frá Real Madríd í sumar. Ash Donelon/Getty Images Fjárhagsstaða enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hefur verið til umfjöllunar nýverið eftir að félagið leyfði Cristiano Ronaldo að fara frítt og ákvað að fylla skarðið sem hann skyldi eftir sig með lánsmanni frá Besiktas í Tyrklandi en er í eigu B-deildarliðs Burnley. Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira