Fótbolti

Frábært gengi Brentford heldur áfram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ivan Toney skorar úr vítaspyrnu í kvöld.
Ivan Toney skorar úr vítaspyrnu í kvöld. Vísir/Getty

Brentford er komið uppfyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Bournemouth í kvöld. Liðið er taplaust eftir að deildin hófst á nýjan leik eftir hlé.

Brentford byrjaði nýja árið á sigri gegn Liverpool og hafa verið að spila afskaplega vel undanfarið. Í dag mætti liðið Bournemouth sem var í 17.sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Ivan Toney skoraði fyrra mark Brentford í dag þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á 39.mínútu. Toney hefur verið mikið í fréttunum að undanförnu vegna meintra brota á veðmálareglum en hann virðist lítið spá í því og hélt áfram að skora í dag.

Staðan í hálfleik var 1-0 og á 75.mínútu kom Matthias Jensen Brentford í 2-0 sem voru lokatölur leiksins.

Brentford er nú komið í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sæti ofar en Liverpool í tölfunni en Liverpool tapaði 3-0 fyrir Brighton fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×