Arsenal hafði hug á því að festa kaup á Mykhailo Mudryk en allt bendir til þess að Úkraínumaðurinn sé á leið til Chelsea.
Skytturnar reyndu að tryggja sér þjónustu Raphinha síðasta sumar en hann ákvað að færa sig frekar um set til Barcelona á þeim tímapunkti.
Nú sex mánuðum síðar gæti Barcelona verið reiðubúið að selja Raphinha sem kom til Katalóníufélagsins frá Leeds United fyrir rúmar 50 milljónir punda fyrir yfirstandandi keppnistímabil.